Óþarfa námalengingar

Ég tók saman þessa tölfræði nýlega sem ég veit ekki til að hafi verið gert áður. En hér má sjá tímann sem fer í að læra mismunandi námsgreinar talinn í klukkustundum. Vinstra megin (bláu línurnar) eru bóklegar greinar á framhaldsskólastigi sem tengjast ekki beint náminu. Inni í því eru td. stærðfræði, tungumál og reyndar íþróttir (sem er stundum bókleg kennsla í bland). Hægra megin (appelsínugula línan) eru fagtengdar greinar sem eru metnar til eininga. Svo eru þarna með klukkustundir í verklegu námi sem krafa er gerð um sem ekki er talið til eininga. En hver klukkustund er samt sem áður jafn löng þarna á milli þessara flokka. Þannig að hér er sett upp rauntíminn sem tekur að ljúka viðkomandi námi.

Það sem vakti athygli mína í þessu er að það er gríðarleg áhersla lögð á bóklegar greinar sem umdeilanlega eru þarfar fyrir háskólanám. Og það er mikið bil þarna á milli þegar kemur að flestu öðru starfsnámi. Alveg niður í núll klukkustundir þegar kemur að starfsgreinum framtíðarinnar, ef svo má segja, vefþróun.

Ég get ekki séð annað en að hér séu menn fastir í viðjum vanans. Að námslengd sem jafngildi stúdentsprófi sé sú leið sem allir háskólanemar eigi að fara í ófagtengdum bókgreinum á framhaldsskólastigi virðist fremur tilviljanakennt þegar námslengd í öllum öðrum greinum er af ýmsum toga. Sem sagt það sé misjöfn þörf fyrir bóklegt framhaldsskólanám í öllum öðrum greinum heldur en háskólagreinum. Þar sé fyrir tilviljun þörf á sléttum 4200 klukkustunda virði af námi. Kannski hefur þessi vanafesta eitthvað með að gera að setja upp húfurnar.

Ég myni vilja sjá breytingu á þessu þannig að stúdentspróf sé stytt verulega. Mér sýnist að sú breyting blasi við í þessum samanburði. Það megi stytta um helming í hið minnsta leiðina að háskólanámi. Og þá frekar sé gerð krafa um að hafa lokið ákveðnum einingum fyrir hverja háskólagrein fyrir sig. Þá t.d. í verkfræðigreinum væri gerð krafa um að ljúka 24 einingum í stærðfæði, en í mörgum tilfellum væri nóg að ljúka hinu stytta stúdentsprófi.

Við þurfum að hætta að taka því sem sjálfgefnu að lengra nám þýði betra nám. Það er lítið mál að lengja hvaða nám sem er. Svo það gefur auga leið að það stenst ekki rökfræðina. Hvaða þörf hefur tannlæknir fyrir að kunna Völuspá umfram smið? Þeir sem styðja óbreytt fyrirkomulag ættu að svara þessu.

#xm

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s