Hjólað með innkaupapokana

Eru ekki örugglega allir sem taka strætó eða hjóla í Kringluna?

„Kringlumýri framtíðarinnar verður líflegt borgarumhverfi
og ljósberi nýbreytni á grundvelli leiðarljósa Aðalskipulags
Reykjavíkur 2010 – 2030.“ Segir í lokaorðum tillögunnar um skipulag á Kringlureitnum.

Kringlan

Borgaryfirvöld halda sem sagt áfram með það skipulagsslys að setja öll umferðarmannvirki í frost og ætla að þétta byggð á sama tíma. Í von um að fólk fari að ganga, hjóla og taka strætó í bæinn eða á spítalann við Hringbraut.

Vissulega er gert ráð fyrir bílageymslu á einni hæð undir öllu saman, sem er svipað stórt svæðinu sem nú er þegar undir bíla, sumpart á 2-4 hæðum. Þannig að það virðist ekki vera gert ráð fyrir neinni aukningu í fólksbílaumferð fyrir 600 íbúðir, 2000 auka starfsmenn og aðra gesti sem fylgja því.

Skellti inn á myndina af Kringlureitnum eins og hann á að verða nokkrum tilvitnunum úr Aðalskipulaginu sem þessi tillaga miðast við.

„Útþensla byggðar => Fleiri bílar => Umferðarteppa => Fleiri götur“
Er einhver annar sem sér hvernig þessi lógík stenst ekki?

Væri ekki alveg eins hægt að setja fram þessa lógík?
„Þétting byggðar => Fleira fólk sækir á sömu staðina => Umferðarteppa“

Grafarvogurinn, Selfoss og Mosfellsbær eru ekkert að fara að hverfa þó við reynum að troða allri þjónustu í kringum miðbæinn. Er ekki skynsamlegra að dreifa þjónustu og byggð á stærra svæði til að umferðin liggi ekki stöðugt á sömu álagspunktana?

Eða þá amk. ekki taka allar umferðarframkvæmdir af dagskrá sem gætu leyst úr hnútnum.

Svo virðist sem markmið borgaryfirvalda sé að búa til umferðarhnút þannig að fólk fari að hjóla, ganga og taka strætó. Ég sé ekki betur en að það sé meðvituð ákvörðun. Hver vill vera fyrstur og byrja að hjóla með innkaupapokana úr Kringlunni?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s