Það er áhugavert en um leið sorglegt að lesa viðhorf sem birtist í skýrslu Samtaka Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu til skipulagsmála. Þar er títt nefnt að „breyta ferðavenjum fólks“. Eins og það sé hlutverk stjórnmálamanna að diktera um slíkt.
Spurning er hvort það ætti etv. að sleppa því að kjósa Borgarstjórn eða hafa sérstakar kosningar á ‘Ferðavenjustjóra’? Ég er ekki viss um að borgarar séu almennt meðvitaðir um að stjórnmálamenn séu í hroka sínum að taka sér þetta vald.
10 milljarðarnir engu skilað
Þrátt fyrir að búið sé að ráðstafa 10 milljörðum í að ‘breyta ferðavenjum’ með það að markmiði að fá fólk til að hjóla, ganga og taka strætó. Þá hefur það litlu skilað. En menn ætla samt að hala áfram á sömu braut.. eða hjólreiðastíg.. og vona það besta.
Hérna má sjá hvernig ráðgert er að bílaumferð muni hætta að aukast skynilega í framtíðinni. En gangandi og hjólandi munu tvöfaldast. Vonum að það verði betra veður árið 2030..
Væri ekki hreinlegra að banna einfaldlega fjölskylubílinn í borginni? Nei, ég segi svona.
Heimild: https://ssh.is/images/stories/Samgongumal/2017_Greinagerd_Umferdarspa_2030_LOKA.pdf