Nesjabrautin blasir við

Ég var að skoða skipulagsmálin fyrir borgina og forsendur þess að hér verði byggð Borgarlína og með því nánast allar framkvæmdir fyrir fjölskyldubílinn stöðvaðar til ársins 2030. Þetta byggir sem sagt allt saman á þeirri von að það verði stórkostleg breyting á venjum fólks. Menn fari tam. að hjóla og ganga töluvert meira. Það er ekkert verið að spyrja okkur kurteislega hvort við vildum hjóla eða ganga tvöfalt meira. Það á einfaldlega að þvinga okkur til þess með því að þrengja að fjölskyldubílnum eins og mögulegt er til að gera pláss fyrir léttlestar. Meðal annars verður akreinum á Miklubraut fækkað til að rýma fyrir þessu.

Þú hefur sem sagt ekki val um að leggja bílnum, það er búið að ákveða það fyrir þig. Almenningur á að aðlaga sig að kerfinu. En kerfið ætlar ekki að koma til móts við vilja almennings. Sem liggur í allt aðra átt en að hætta að nota fjölskyldubílinn til að komast ferða sinna.

Nei, planið hjá Borginni og nágrannasveitarfélögum er að byggja upp almenningssamgangnakerfi sem verður að líkindum úrelt daginn sem það verður tekið í notkun. Sumir hafa líkt þessu við að setja upp gamalt farsímakerfi þegar vitað er að næsta tækninýjung er rétt handan við hornið. Ég á vitanlega við sjálfkeyrandi bíla hér. Sem eru nú þegar komnir í notkun víða. Þetta er ekki bara science fiction.

Væri etv. snjallara í stað þess að skapa íbúðaskort og þrengja götur í nafni þess að „þétta byggð“ að veðja á hugvitið? Veðja á að almenningur í landinu hafi rétt fyrir sér í að vilja nota fjölskyldubílinn í stað strætó? Það er lausn sem skutlar þér upp að dyrum, en ekki bara í næsta nágrenni.

Sjálfkeyrandi bílar eða ekki.. Þá held ég að almenningur viti jafnan hvað sé honum fyrir bestu. Það er hlutverk stjórnmálanna hinsvegar að mæta þörfum og kröfum almennings. Ekki að segja almenningi að breyta venjum sínum.

Mettunarhlutfall_-_AllarFramkvaemdir

Nú. Ég Fór og skoðaði hvernig bílaumferð gæti litið út árið 2030 ef við veðjum á fjölskyldubílinn. Sem verður klárlega hvort sem er endingin þegar Strætó draumórarnir sigla í strand. Á myninni sem ég birti hér, þeirri fyrstu, má sjá spá um hvar álagspunktarnir munu myndast ef farið verði í allar þær umferðarframkvæmdir sem búið er að slá út af borðinu vegna Strætóblætis borgarstjórnarflokkanna.

Þarna sést greinilega að leiðin úr Hafnarfirði inn í Reykjavík mun reynast erfið, þrátt fyrir allar góðar vegaframkvæmdir sem voru einhverntíman á dagskrá. Mér finnst á þessari mynd blasa við lausn sem ég ákvað að teikna upp fyrir ykkur. Ég kalla þá lausn „Nesjabraut“.

Nesjabraut

Það er því þessi vegur tengir Suðurnesin við Miðborgina. Þetta tengir líka saman flugvellina. Má maður láta sig dreyma? Ég held að þetta séu raunhæfari draumar en að bílaumferð muni hætta að aukast fyrir árið 2030, eins og Borgarstjórn gerir ráð fyrir og ætlar að stuðla að með sínu framferði.

Kostnaður við þessa framkvæmd áætla ég hér út frá útreikningum sem kemur fram í lokaverkefni háskólanema þar sem svipuð hugmynd er kynnt. Nema að mín tillaga gerir ráð fyrir göngum hluta af leiðinni í stað brúar. Þann part leiðarinnar verðreiknaði ég miðað við hvað Hvalfjarðargöng kostuðu á núvirði.  Kannski ekki fullkomin nálgun. En einhverskonar nálgun samt.

verdreikningar

Heimild: https://skemman.is/bitstream/1946/24867/1/MS_Lokaverk_Ragnar_tilbuid.pdf

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s