Reykjavík er þéttbyggðari en flestar borgir af svipaðri stærð

THettni_Minni

Því hefur verið haldið fram að Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) sé dreifbyggt. Það er sagt megin orsök þess að umferðarmenning sé ekki nógu góð hér á álagstímum. Því er haldið fram að það sé nauðsynlegt að þétta byggð til að leysa umferðarvandann, því þá verði hagkvæmt að vera með léttlest og meiri strætó. Allt núgildandi Aðalskipulag tekur mið af þessu. Þessi kenning er líka megin ástæðan fyrir því að Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar með að úthluta lóðum fyrir íbúðir og með því skapað einn mesta íbúðarskort í sögu landsins. Í þeirri von að það verði þannig meiri þétting á byggð og það lagi umferðina.

Til að sýna fram á að Reykjavík sé dreifbyggð í Aðalskipulagi erum við borin saman við Kaupmannahöfn og Osló sem æskilegt viðmið, sem eru 10-20x stærri borgir. En staðreyndin er að Reykjavík er þéttbyggðari en flestar borgir í svipaðri stærð. Ég tók saman samanburð yfir allar borgir með 100-300 þús íbúa sem tölur voru aðgengilegar fyrir. Þar sést að Höfuðborgarsvæðið er nokkuð yfir miðgildinu hvað varðar þéttni. Ég er að undirbúa stóra greinargerð um þetta mál og fleira þessu tengt sem mun birtast á síðum einhvers blaðs á næstunni. Fylgist með..

Ef þér líkar við skrif mín, íhugaðu þá að gerast styrktaraðili.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s