Það er margt sem má bæta í gatnakerfi og umferðarstýringu hér í borg. Hér er eitt lítið dæmi. Á þessu myndbandi sést hvernig gangbrautarljós við Klambratún valda umferðarteppu á Miklubraut. Á þessum tíma sem ég var að mynda er ekki mikil umferð. Þannig að ég ímynda mér að þetta sé mikið verra t.d. á morgnanna. Þarna eru göngu ljós ekki samstillt með nærliggjandi umferðarljósum. Þetta veldur ótímabærum stoppum á umferð og hægt að sjá hér hvernig þetta myndar hnút á stuttum tíma. Þessi liður í blogginu mína kalla ég „gatn-rýni“. Sem mér telst til að sé nýyrði.