Fræðilega séð: Ef allir keyrðu á sama hraða, gæti endalaust magn af bílum haldið áfram endalaust. Umferðarteppur verða til vegna þess að bílar þurfa að stoppa oft með stuttu millibili. En tilraunir hafa sýnt að eitt stopp hefur vaxandi og keðjuverkandi áhrif á langa röð af bílum.
Út frá þessu blasir þessi formúla við: Færri stopp = Greiðari umferð
Mig langaði að setja saman myndband sem útskýrir hvernig umferðarteppur verða til. Þá fann ég þetta fína erlenda teiknimyndband sem segir nokkurnvegin allt sem ég vildi segja og ég ákvað að íslenska það bara og pimpaði það aðeins upp. Setti svo mínar hugleiðingar í lokin.
Hérna er upprunalega myndbandið eftir CGP Gray. Þökkum þeim fyrir lánið og þessa skemmtilegu skýringu. Þeir eiga hlutann með teiknimynd. Sem ég íslenskaði, setti hljóðeffekta og pimpaði aðeins upp. Restin af myndbandinu eru mínar eigin hugleiðingar.
Ég lennti svo í viðtali vegna myndbandsins á vefnum forsíðufréttir.net.