Ekki lengur léttlest?

Nú hefur umræða um Borgarlínu borið nokkurn árangur að undanförnu. En svo virðist sem búið sé að hverfa frá þeim áformum að hér verði lestarsamgöngur þvers og kruss um borgina. Í stað þess er farið að tala um að bæta strætókerfið. Þetta er ákveðin kúvending á stefnunni en breyting til hins betra.

Af léttlestum

Fyrst þegar talað var um Borgarlínu í fjölmiðlum í kjölfar skýrslu sem var gefin út af Samtökum Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu (SSH) í mars 2014 er talað um „hágæða samgöngukerfi“.  En því er lýst sem svo:

„Hágæðakerfi almenningssamgangna, annað hvort hraðvagnakerfi (e. Bus Rapid Transit) eða léttlestarkerfi (e. Light Rail Transit) eru til staðar eða í uppbyggingu á fjölmörgum borgarsvæðum sem eru með sambærilegan íbúafjölda og í örum vexti eins og höfuðborgarsvæðið.“

Á öðrum stað í tillögunni segir enn fremur (undirstrikun er höfundar):

„Hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum innan svæðisins árið 2040 verður a.m.k. 12%.  […]

Mjög gott aðgengi, biðstöðvar með aðgengi að meira en 10 ferðum á klukkustund fyrir bæði strætó og lest.

Skýringamynd úr tillögunni:

mynd1
http://www.ssh.is/images/stories/Hofudborgarsvaedid_2040/HB2040-2015-07-01-WEB_Undirritad.pdf

 

Víða er minnst á lestar eða BRT kerfi á víxl í tillögunni og aðgreint frá hefðbundnum strætó. Á skýringarmyndum sjást einskonar lestar sem gengið er inn í vinstra megin eða frá miðju akreinar, líkt og léttlestar eða BRT kerfi, en ekki hefðbundinn strætó.

„Sviðsmyndin fól í sér töluverðar fjárfestingar í hágæðakerfi fyrir almenningssamgöngur, annað hvort 15-20 km hraðvagnaleið (e. BRT eða Bus Rapid Transit) eða 15-20 km léttlest. Hefðbundið strætisvagnakerfi yrði rekið áfram.“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór s.l. haust í fundarherferð um hverfi borgarinnar og kynnti þar Borgarlínu einmitt líka sem: Metro, léttlest og BRT kerfi. Eins og sést á þessari glæru frá einum fundanna. Þessi glæra er reyndar í sjálfu sér ákveðið skipulagsslys eins og hún er sett saman.

hradvagnakerfi.PNG

Léttlest í 3 ár

Raunar má rekja sögu málsins sem umræðu um léttlest allt fram til júní 2017. En á glærum frá kynningarfundi sem haldinn var í Kópavogi 7. Júní 2017 er enn talað um BRT eða léttlest á víxl og notast við svipaðar kynningarmyndir eða þær sömu og í upprunalegu tillögunni.

mynd2.PNG

Ein kynningarglæran frá fundi SSH í júní 2017 sem sýnir BRT kerfi og léttlestarkerfi  http://www.ssh.is/images/stories/svaedisskipulag/Borgarlina/2017_06_07_Salurinn/170607_Borgarlina_Forkynning_Salnum.pdf

Þessi kynning úr Salnum í Kópavogi sýnir að þar eru menn enn að tala um að það verði léttlestar eða amk. BRT kerfi sem ekur um á miðjuakrein. En slíkt kerfi kostar gríðarlega fjármuni og rask til að koma sérhæfðum biðstöðvum fyrir, líkt og sjá má á kynningarglæru SSH hér að ofan.

Vending á umræðunni

SSH var með opið hús í Kópavogi 12.12.2017. En þar voru sýndar nýjar og glæsilegar glærur. En þar er ekki lengur minnst einu orði á lest.  Ekki einu sinni er notað hugtakið BRT. Það er eins neikvæð umræða um þessar lausnir séu búnar að skila sér. Eða þá að búið er að þynna út verulega „hágæða“ partinn af fyrri áætlunum. Það gæti líka verið að nú séu menn farnir að gefa sér að strætó sé alveg jafn „hágæða“ eins og léttlest, því sé ekkert tiltöku mál að svissa á milli umræðna um betri strætó og léttlestar eftir því hvernig vindar blása. En þetta er töluvert annað viðkvæði en upprunalega lýsingin á því hvað „hágæða almenningssamgöngur“ séu. Þar sem það var takmarkað við BRT eða léttlest.

mynd3.PNG

Hér sjást framúrstefnulegir strætisvagnar í kynningu SSH frá janúar 2018. Sérakrein er hægra megin, ekki við miðju. Gengið er inn hægra megin við gangstétt, líkt og með venjulegan strætó.

Um þetta leiti var líka lýsingunni á því hvað Borgarlína er breytt inni á heimasíðu SSH. En þar stendur nú:

„Miðað er við að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu myndi heildstætt tveggja laga kerfi. Annars vegar Borgarlínuna, sem tengir saman kjarna sveitarfélaganna með afkastamiklum liðvögnum og hins vegar strætisvagnakerfi sem verður lagað að Borgarlínukerfinu og myndar net um þéttbýlið.“

Þarna virðist eini munurinn á venjulega strætó og Borgarlínu vera orðinn sá að það séu lengri vagnar og flottari biðstöðvar. Svo að vagnar verði rafdrifnir og sjálfkeyrandi, sem venjulegu strætóarnir verða þá líka, ef við gerum ráð fyrir að þetta verði allt saman í framtíðarheim. En þetta er það sem SSH gefa sér að verði.

Svona leit hinsvegar heimasíða SSH um Borgarlínu út meðan borgarlínan var enn léttlest á miðjuakreinum. Orðið „liðvagnar“ er hvergi að sjá.

mynd4

Markstangirnar færðar til að boltinn sé inni

Stuðningsmönnum Borgarlínu hefur eflaust fundist þessi stefnubreyting SSH í Borgarlínumálinu vera ákveðin líflína fyrir þeirra drukknandi málstað. Enda hafa þeir gripið fast í þetta haldreipi. Nú keppast menn við að þykjast sammála þeim sem vilja bættar strætósamgöngur og segja að bættar strætósamgöngur séu „í raun borgarlína“. Þetta hefur heyrst í bæði viðtalsþáttum um málið og á netmiðlum undanfarið. Raunar er eins og sumir séu búnir að gleyma því að þetta var nokkurntíman léttlest, eða vita nú ekki af því.

Þetta er kallað að „færa markstangirnar“. Menn skutu yfir markið með léttlestum og BRT kerfum. Sáu að þetta þótti draumórakennt. Breyttu svo markmiði sínu þannig að það falli betur að almenningsáliti. Það er hið besta mál að vætningarnar séu komnar niður úr skýjunum. En það er á sinn hátt óheiðarlegt samt sem áður að láta eins og umræðan hafi allan tímann verið á þeim stað sem hún er nú komin. Umræðan er komin á meiri concensus stað, stað sem menn eru meira til í að ræða málin. Það er að bæta strætó. Það er hið besta mál. Við sem höfum talað gegn draumóraáætlunum erum að bera sigur úr býtum fyrir okkar baráttu. Þá er bara spurning hvort að það þurfi að kosta 70 milljarða að gera strætó flottann? Eða er Borgarlínan mögulega eitthvað ódýrari núna þegar hún er bara strætó en ekki lest?

Borgarlínudans

Mér þykir nú að Dagur B. og hans borgarmeirihluti, sem harðast hafa gengið fram með þessa Borgarlínuhugmynd ættu nú að útskýra fyir þeim sem eru fylgjandi þessari hugmynd nákvæmlega hvað það er sem þeir eru fylgjandi. Það er ógerningur að ræða eitthvað sem er allt frá því að vera Metro kerfi, niður í léttlest, BRT eða bara langir strætóar. Það segir sig sjálft að það er gríðarlegur munur á þessu öllu, ekki síst hvað varðar rask og kostnað.

Ég get upplýst fyrir mitt leiti, að ég hef ekki verið hrifinn af lestarhugmyndum eða BRT kerfum.  En langir strætisvagnar og að vinna með að greiða götu strætó, það eru hugmyndir sem eru mér að skapi. Til þess þarf líka að bæta gatnakerfið allt og greiða fyrir umferð.

Betri strætó + Margt fleira

Fyrir það fé sem Borgarlína mun kosta er hægt að gera ótal marga hluti. Ef við göngum út frá að 70 milljarða talan, sem oft er nefnd, sé rétt. Þá er t.d. hægt að gera eitt af þessu:

 • hafa ókeypis í strætó í 83 ár.
 • hafa fría dagvistun fyrir öll börn í Reykjavík 1-6 ára í 118 ár
 • Sundabraut + Skerjabraut + 20 mislæg gatnamót eða hringtorg
 • Einhverja góða blöndu af þessu öllu

sundó

Sundabrautin er áætluð að kosti 27 milljarða á verðlagi 2016/2017. Það er innan við helmingur af því sem Borgarlína á að kosta.

Að lokum

Við megum ekki bara horfa á það hvort sé betra að hafa lestarkerfi eða ekki. Heldur er nauðsynlegt að horfa á það hvað við gætum gert annað fyrir peninginn. Horfa á hverju við erum að missa af. Það er fjölmargt sem þarf að leysa í borginni þar sem 70 milljarðar gætu nýst vel.

3 athugasemdir á “Ekki lengur léttlest?

 1. Vel skrifað!! Mjög vel. Þetta tal um kerfi hér fyrir 70 til 110 miljarða fyrir 330 þúsund hræður er bara hópgeðveiki!

  Líkar við

  1. Það gæti verið. En ég var nú samt á fundi með borgarstjóra þar sem hann kynnti þetta sem léttlest eða jafnvel Metro kerfi núna á haustmánuðum. Hann hefur þá ekki verið alveg með á nótunum, borgarstjórinn.

   Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s