Dýr bílastæði á dýrum stað

Skipulagsslys í uppsiglingu. Eins og komið hefur fram í fréttum, m.a. á RÚV, þá munu verða 1600 bílastæði við Nýja Landspítalann við Hringbraut. Aðeins brot af starfsfólki mun geta ferðast til vinnu á bíl. Ljóst er að aðföng, iðnaðarmenn, gestir og aðrir munu verða í miklum vanda. Þetta verður eitt allsherjar kaós ef fram fer sem horfir. Menn munu þurfa að leggja uppi á gangstéttum og inni í íbúðargötum allt um kring. Slást um þau fáu stæði sem er. Þetta mun valda pirring, gremju, óþægindum og að líkindum slysum.

Í Danmörku er verið að byggja spítala í Herning, sem er nærri jafn stór að flatarmáli og rúmafjölda. Þar er gert ráð fyrir 2400 stæðum. Eru þeir þó með járnbrautarlest sem gengur framhjá spítalanum.

Í kynningu á heimasíðu spítalans segja þeir að „Sérstök áhersla sé lögð á að starfsfólk komist auðveldlega með bíl til vinnu, geti komist í vinnufatnað og skilað honum af sér.“ Þetta er svolítið annað viðkvæði en hjá samgöngustjóra borgarinnar. En þeir gera ráð fyrir að fólk leggi bílunum sínum í bílastæðahúsi, t.d. uppi á Ártúnshöfða. Taki svo Borgarlínu (stóra-strætó) restina af leiðinni.

Þetta skipulagsslys hefði mátt losna við með að hafa spítalann á öðrum stað. Eins og t.d. við Keldur. En það er heldur ekki of seint að byrja þar. Það er hægt að klára Meðferðarkjarnann við Hringbraut. En halda svo áfram með uppbyggingu á nýjum stað. Sameina þar alla þjónustu í einu ÞJÓÐAR sjúkrahúsi. Sem er ekki búið að troða í mestu umferðarþrengsli landsins.

Danir hefðu getað farið þá leið að troða sínum spítala í miðbæ Herning. En þeir sáu líklega að það væri hagkvæmara á alla vegu að gera það ekki. Þá er heldur ekki takmarkað pláss til að hafa bílastæði fyrir allt starfsfólk og þjónustu.

GostrupFull.png

HerningBIlastkort2kort3LansiParking

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s