Borgarlínu er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir einkabílinn.

FerdavenjurOGBorgarlina

Ég var á fundi í hádeginu þar sem Frosti Sigurjonsson skipulagsrýnir og Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkurborgar tókust á um línurnar.. Borgarlínurnar.

Ég spurði út í þá staðreynd að 74% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru ekki farnar til að komast til/frá vinnu. Hvernig Borgarlínu væri ætlað að leysa þær ferðir?

Ég benti þá einnig á að Borgarlínan er fyrst og fremst hugsuð til að koma fólki niður í miðbæ. Hún hjálpar fólki illa að sækja sér þjónustu yfir í önnur hverfi. T.d. er hún heldur gagnslaus til að komast frá Úlfarsárdal yfir í Árbæ. Það er leið sem margir þurfa nú að leita eftir þjónustu í dag. Því hæglega gengur að byggja upp sundlaugar og aðra grunnþjónustu í því hverfi.

Samgöngustjóri svaraði því þá til að Borgarlína ætti alls ekki að koma í staðinn fyrir einkabílinn. Hún ætti fyrst og fremst að koma fólki til vinnu. Svo bætti hann við að ef fólk ætlaði að heimsækja frænkur sínar í Garðabæ að þá myndi það áfram fara á bílnum. Verkefni skipulagsverfræðinnar væri fyrst og fremst að koma fólki til vinnu.

Ég er ekki viss um að það geri sér allir grein fyrir þessu. Því auðvitað, ef vinnan er ekki einu sinni nema 26% ferða þínna, þá geturðu ekki verið í strætó alla daga að vippa þér á milli úthverfanna. Sér í lagi ekki með Borgarlínu, sem fer ekki einu sinni inn í öll hverfi. Það tekur hreinlega of langan tíma að fara restina af ferðunum, 74% með almenningssamgöngum. Koma börnum í skóla eða dagvistun, stunda íþróttir, heimsóknir og afþreyingu, fara í verslun og banka og svo auðvitað að fara aftur heim frá öllum þessum stöðum. Þetta er meginþorri allra daglegra ferða okkar. Fæstar þessara ferða liggja niður í miðbæ.

Það vakti þó athygli mína að samgöngustjóri lagði sérstaka áherslu á það í erindi sínu að kostnaður við að reka bíl væri eitthvað sem mætti reikna á móti kostnaði við Borgarlínu. Eins og að við myndum spara þær fjárhæðir sökum almenningssamgangna. Að það myndi sem sagt verða sparnaður í því að þurfa ekki að reka bíl. Þarna virðist samgöngustjóri vera í mótsögn við sjálfan sig. Því þó menn geti skilið bílinn eftir heima til að komast í vinnu, þá er það ekki nema brot af þeim ferðum sem fólk þarf að komast. Þá kostar samt að miklu leiti jafn mikið að reka bílinn þó að ferðunum á honum fækki eitthvað. Það þarf samt að eiga bílinn, borga af honum gjöld og viðhald. Þó að óneitanlega minnki notkunin á honum og eldsneytiskostnaður eitthvað ef menn taka stóra-strætó til og frá vinnu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s