Slysakostnaður vegna gamaldags gatnamóta gríðarlegur

Hér sjást óhöppin sem hafa orðið á gatnamótum Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar á árunum 2006-2016. Óhapp er sem sagt þegar enginn slasast. En slysatalan þar sem menn slasast ýmist lítið eða alvarlega er 36 á sama tímabili á þessum stað. Kostnaður vegna þessara slysa er 1,6 milljarðar, ef notaðar eru meðaltalstölur fyrir þessar gerðir slysa. (það er á verðlagi 2014). 2014 var einmitt líka til umræðu að gera þessi gatnamót mislæg. Það átti að kosta 17 milljarða. Slysakostnaður fer því langt með að greiða það upp. Fyrir utan að þetta er einn mesti flöskuhálsinn í umferðinni. Ég tel að tapaður tími muni borga restina upp á örfáum árum. En þetta er sem sagt ein af framkvæmdunum sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti sló út af borðinu til að skoða möguleika á lestarsamgöngum fyrir árið 2040. Nú er reyndar búið að stilla draumana á að fá strætóa sem eru aðeins lengri en þessir venjulegu. En það á samt að gerast á kostnað úrbóta á gatnakerfi fyrir aðra umferð. Á meðan eru allar gatnaframkvæmdir sem koma í veg fyrir slys eða bæta samgöngur svo einhverju muni, enn úti í vindinum. Við getum breytt þessu núna í vor.

ohapp

kostnadur

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s