September 2011 gerði SSH, Vegagerðin og Ríkið með sér samkomulag um að slá öllum stórum gatnaframkvæmdum á frest í 10 ár til að sjá hvort það væri hægt að efla almenningssamgöngur í staðinn. Nú líður senn að 5 ára endurskoðun á því samkomulagi sem menn samþykktu að yrði 1. apríl n.k. Það eina sem virðist hafa staðist í þessum áætlunum er að það var ekkert gert til að greiða úr umferð akandi.
Það væri fróðlegt að reikna út þann fjölda slysa sem þessar tímabæru framkvæmdir hefðu getað fyrirbyggt. En í senn ógnvænlegt að hugsa til þess. Þessir samningar voru glæfraleg aðför að öryggi borgara og frítíma þeirra. Nú þegar endusrkoðun þessa samnings er í nánd og ekkert stendur af því sem sveitarfélögin lofuðu, þá er ekki annað eftir en að rifta þessari hættulegu markleysu.