Kæru vinir! Það kostar undir milljarð að reisa ein mislæg gatnamót. Umtalsvert minna að skipta ljósum út fyrir hringtorg, eða laga gatnamót sem má bæta. Hér eru 18 gatnamót í Reykjavík sem kosta meira en milljarð í slysum og óhöppum á 10 ára tímabili. Er ekki „no-brainer“ að laga þetta? Fyrir utan hvað þetta myndi flýta fyrir umferð.
Ég skoðaði hátt í 100 gatnamót af öllum gerðum (þar sem tveir eða fleiri vegir mætast), sem virtust hafa einhvern fjölda slysa á Slysakorti Samgöngustofu.
Það er ekki hægt að horfa framhjá því að öll þessi gatnamót (með einni STÓRRI undantekningu) eru með umferðarljósum. Og stærstan kostnað einmitt þar sem ljósin eru í þeim tilfellum þar sem þetta er blanda af mislægum gatnamótum með umferðarljósum.
Þetta er ekki svo einfalt að þarna séu einfaldlega svona mikil umferð. Því umferðarmestu gatnamót landsins, Suðurlandsvegur-Vesturlandsvegur, þar sem engin ljós eru, komast ekki inn á þennan lista. Ekki einu sinni topp 50 listann.
Til að undirstrika hve stóran þátt ljósastýring á í þessu, þá mætti taka sem dæmi gatnamótin: Reykjanesbraut-Stekkjarbakki. Þar eru langtum flest atvikin á ljósunum. Sama má segja með Vesturlandsveg-Víkurveg, sem hefði ekki komist á lista geri ég ráð fyrir ef það væri ekki fyrir ljósastýringuna við Þúsöld. Sem er hluti af þessum gatnamótum.
Ég tel að það megi hæglega setja hringtorg í staðinn fyrir mörg þessara ljósa. Jafnvel sem eru ofan á mislægum gatnamótum, en ekki bara til hliðar við þau. Það myndi fækka slysum umtalsvert. Mínar heimildir herma að það geti verið um allt að helming.
3 gatnamót komu mér á óvart að væru svona kostnaðarsöm. Vestur í bæ er Hringbraut-Birkimelur. Svo Breiðholtsbraut-Stekkjarbakki. Einni kom mér á óvart að sjá Háaleitisbraut-Bústaðaveg svo kostnaðarsöm.
En þá að stóra fílnum. Það er slaufan við Vesturlandsveg-Reykjanesbraut. Þar er HRIKALEGA mikið af óhöppum. Ég er með tvær kenningar varðandi hvað veldur.
1. Bilið til að komast inn/út úr slaufunni þegar menn ætla að fara til vinstri, er allt of stutt. Ég þekki þetta vel, því þegar ég átti heima í Mosfellsbæ keyrði ég þetta á hverjum morgni til að taka vinstri-beygju inn í Kópavog. Það eru ekki nema c.a. 20 metrar uppi á brúnni sem menn hafa til að troða sér inn á aðreinina. Því plássi er svo líka deilt með þeim sem eru að koma frá Kópavogi og ætla til vinstri inn í bæ. Þetta er verulega ankannalegt og maður þurfti að setja sig í stellingar á hverjum morgni til að valda ekki tjóni þarna.
2. Stór hluti af þessum óhöppum eiga sér stað síðla dags, milli kl. 15-18, þegar mikil bílaröð myndast alveg frá ljósagatnamótunum við Sprengisand (Reykjanesbraut-Bústaðavegur). Þessi röð nær frá ljósunum, upp alla beygjuakreinina og langleiðina upp á Grensásveg. Á þessum kafla verða margar aftanákeyrslurnar. Eins mörg óhöpp þegar menn reyna að troða sér í röðina. Eða gefast upp á að bíða í röðinni og menn beygja fyrir umferð sem brunar framhjá á næstu akrein.
Þannig að þetta er dæmi um verulega mislukkuð mislæg gatnamót að þessu leiti. Sem vinna reyndar afar illa með ljósastýringunni við Sprengisand. Þetta verður að laga.