Nýr Landspítali í Keldnaholti

gostrup-v-LSH

Nýr Landspítali í Keldnaholti. Svona gæti það litið út. En þetta er reyndar mynd af dönskum spítala sem er af svipaðri stærð og við þurfum. Þessi danski er allur hinn vandaðasti. Það eru 409 einstaklingsherbergi. Ekki einn einasti sjúklingur þarf að deila herbergi með öðrum. Á Lansanum við Hringbraut verða 233 einstaklingsherbergi. Hinir 281 sjúklingarnir þurfa að deila herbergi með öðrum í gömlu myglubyggingunum.

Í danmörku eru menn langt komnig með að byggja spítalann í Herning, og stefna menn á verklok 2020. Það tók þá 8 ár. En inni á síðu verkefnisins um nýja Lansann kemur fram að fyrsta áfanga átti að ljúka 2017. Þannig að það er ljóst að allar spár um hvenær þessu ljúki hjá þeim eru úti í vindinum og ómarktækar. Slíkt er skipulagsleysið og ruglið sem fylgir því að byggja á þessum stað. En ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að þessu verður ekki lokið 2023, eins og til stóð, þegar það er ekki einu sinni búið að taka skóflustungu að Meðferðarkjarnananum, sem verður flóknasta byggingin.

Við ættum að taka dani, frændur vora til fyrirmyndar. Ekki reyna að byggja 5000 manna vinnustað miðsvæðis, þannig að fyrirséð er að starfsfólk þarf að hjóla í vinnuna því það fær ekki stæði. Ekki reyna að byggja nýja deild við ónýtar byggingar, þegar það er jafn dýrt að byggja allt frá grunni og fá þannig spítala sem er hannaður sem ein heild.

Það er ekkert of seint að byrja á nýjum stað. Það þarf hvort sem er að finna nýjan stað, ef þetta klárast einhverntíman við Hringbraut. Því þá mun vanta 170 rúm hvort sem er. Hví ekki að kaupa teikningarnar af danska spítalanum og taka skóflustunguna uppi í Keldnaholti samhliða því að halda áfram með Meðferðarkjarnann við Hringbraut?

Þetta er leiðin sem Miðflokkurinn vill fara. #xm

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s