Að slá svifryki í augu kjósenda

Grein mín um áhrif borgarlínu á svifryksmengun birtist í Kjarnanum nýverið:

https://kjarninn.is/skodun/2018-03-30-ad-sla-svifryki-i-augu-kjosenda/?utm_content=buffer7ac40&utm_medium=social&utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer

Að slá svifryki í augu kjósenda

Helsta uppspretta svifryks í Reykjavík er malbikið. Það er engin tilviljun heldur að svifrykið mælist í mestu hæðum á sama tíma og götur eru allar í holum. Rannsókn á vegum sænskra ferðamálayfirvalda komst að þeirri niðurstöðu að því meira sem slit á vegum er, þeim mun meiri svifryksmengun hlýst af því. Það er því nokkuð taktlaust af meirihlutanum í borginni að ætla að leysa vandann með Borgarlínu sem mun ganga með nokkurra mínútna millibili. Risavöxnum strætisvögnum sem spæna upp götur á við þúsundir bifreiða.

Heimild: UPPRUNI SVIFRYKS Í REYKJAVÍK Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2015 28.06.2017

Heimild: UPPRUNI SVIFRYKS Í REYKJAVÍK Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2015 28.06.2017

5% allrar eyðingar á götum verður að svifryki

Sænskir skoðunarmenn hafa líka komist að því að götur sem er illa viðhaldið mengi enn meira. Því þar getur rykið safnast fyrir í meira magni og slit á hjólbörðum verður mun meira. Finnsk rannsókn leiddi í ljós skýra tengingu milli þess hve götur voru slitnar og hversu mikil mengun var í kringum þær.

Hér sést búnaður notaður til að mæla áhrif öxulþunga á slit í malbiki.

Vitlaust efni notað?

Það er ekki hægt að skella allri skuldinni á borgarstjórn, þótt ábyrgð þeirra sé mikil varðandi að þrífa hvorki götur né halda þeim við. Því það skiptir miklu máli úr hverju götur eru gerðar. Grófari möl í gatnagerð minnkar svifryk og slit til muna. Verktakar sem leggja göturnar hafa um nokkurt skeið bennt á að yfirvöld hafi verið að pissa í skóinn sinn þegar kemur að lagningu vega og tekið skammtímasparna út í skiptum fyrir langtíma tap.

Mismunandi gróf möl í malbiki. Slit er minna með grófari möl. En hávaði frá umferð verður meiri.

Þyngri ökutæki skemma malbik veldisvaxandi meira

Toyota Yaris bifreið er um 1122Kg að þyngd með einum farþega, eins og einkabílar eru gjarnan á álagstímum. Þriggja öxla liðvagnar, líkt og kynnt hefur verið að Borgarlínan muni verða, eru í kringum 29.700Kg með fullfermi af farþegum (hvort sem það er rafmagns eða hybrid). Munurinn á þyngd er nærri 26,5x. Skýrsla á vegum Endurskoðunarembættis alríkisins í Bandaríkjunum (e. General Accounting Office) segir að það megi taka hlutfallslegan mun á þyngd í fjórða veldi til að finna út samsvarandi fjölda ferða á léttara ökutækinu varðandi eyðingu á vegi. Þetta súlurit sýnir þá áhrifin á slit malbiks talin í fjölda ferða á Yaris bifreið. Sem sagt: ein ferð á Range Rover slítur malbiki á við 13 ferðir á Yaris. Fullmannaður strætisvagn slítur malbiki á við 66.240 ferðir á Yaris og fullmannaður Borgarlínuvagn slítur malbiki á við 490.969 Yaris ferðir um sama malbik.

Útreikningar með fjórða-veldis reglunni með Toyota yaris bifreið sem viðmiðið.

Enda komast yfirvöld í Ameríku að þeirri niðurstöðu í sinni skýrslu: „Þung og ofhlaðin ökutæki eru meginorsök slits á þjóðvegum.“ Þeir segja einnig að aðeins lítið hlutfall slíkra bifreiða minnki líftíma vega umtalsvert.

Þetta hljómar eins og hreint ótrúlegur munur. En það er auðvelt að skilja hvers vegna þetta er. Ef við myndum t.a.m. pota lauflétt á ennið okkar tæki töluverðan fjölda endurtekninga til að áhrifin yrðu þau sömu eins og að fá múrstein í höfuðið. Einn Yaris er hreinlega ekki nógu þungur til að hafa nein teljandi áhrif á malbikið. Ef það væru aðeins Yaris bifreiðar að keyra um borgina, myndi að líkindum líða mjög langur tími þar til göturnar okkar slitnuðu af einhverju ráði.

Áfram veginn!

Ljóst er að Borgarlínudraumar eru ekki aðeins útópísk lausn á umferðarvanda, heldur hreint engin lausn á umhverfisvanda. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að bæta vegakerfið með því að laga vegina og koma þeim í það besta ástand sem hægt er. Það er fjárfesting sem sparar gríðarlega fjármuni í viðhaldi ökutækja, ferðatíma, eldsneytiskostnaði og ekki síst í færri slysum. Umhverfisáhrifin eru ótvíræð af því að hafa göturnar í lagi og leggja nýja vegi þannig að sómi sé af. Þarna gæti Sundabraut líka komið sterklega inn til að mæta þörf fyrir slitsterkann veg fyrir þungaflutninga til og frá borginni. Sundabrautin, ef vel væri í hana lagt, gæti orðið til að minnka mengun í borginni meira en nokkuð af glæruloforðum borgarstjórans.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s