Í Danmörku er verið að byggja nokkra nýja spítala í bæjum sem eru með spítala fyrir. Í stað þess að fara þá leið að plástra verulega við gamla spítalann, er farin sú leið að byggja frá grunni á nýjum stað. Enda er það alkunna að slíkt er fljótt að borga sig. Þessir spítalar þjónusta allir fólksfjölda á við Íslensku þjóðina eða meira. Allir þessir spítalar eru einvörðungu með einstaklingsherbergi (líkt og reyndar með nýbyggingar við LSH). Það er talið nógu hagkvæmt í dag og dregur út smithættu, fyrir utan að auka þjónustustig til muna.
Hér á eftir fylgja gervihnattamyndir þar sem búið er að merkja með Rauðum hring hvar nýr spítali verður byggður. Þá er merkt með Ljósbláum hring hvar gamli spítalinn er, sá sem verður í einhverjum tilfellum lagður alveg niður.





Ef við hugsuðum eins og danir..