Nú er ég enginn sérfræðingur í malbiki. En það er augljóst að slit er margfalt meira á þeim stöðum sem aðeins strætó keyrir um. Svo sem sérakreinar og við stoppistöðvar. Það má leiða líkur að því að svifryksmengun sé mikil af völdum strætó. Það mun aukast til muna með þyngri vögnum, eins og fyrirhuguðum borgarlínuvögnum. Sem eru þá ekki það skref til að minnka svifryk sem þeir hafa sagðir vera. Helmingur alls svifryks kemur úr malbiki skv. Íslenskri rannsókn.
Borgarlínuvagnar með 11 tonna öxulþunga eru á mörkum leyfilegs öxulþunga. Ekki munu þeir skemma göturnar minna en þessar myndir sýna.