Hér er eitt dæmið um áhugaleysi til að greiða fyrir akandi umferð hjá borgaryfirvöldum. Það sjá allir sem keyra þarna framhjá hve lítið mál væri að laga þetta. Það sjá væntanlega líka þeir sem bera ábyrgð á því að laga þetta.
Það eru nánast tvær strætisvagna-breiddir milli biðskýlisins og götunnar, þar sem vagninn stöðvar í dag. Ef það skyldi ekki duga til að útbúa útskot fyrir vagninn fyrir framan biðskýlið, þá er nægt pláss fyrir aftan skýlið ef það þarf að færa.
Þessi strætóstoppistöð tefur morgunumferðina úr Vesturbænum og veldur slysahættu þegar bifreiðar sveigja í ofboði yfir á vinstri akrein, líkt og bíllinn sem bleika örin bendir á er að gera á myndinni. Ég keyri þessa leið á hverjum degi til vinnu og raunar reyni ég bara að passa mig að lenda ekki á hægri akrein þegar ég kem út af hringtorginu.
Það eru smámunir sem kostar að laga þetta og það sjá allir hve vitlaust þetta er sem hafa keyrt þarna hjá. Raunar er það undirstrikað hver óheppilegt er að bifreiðast stöðvi þarna með því að það er máluð gul lína á vegbrúnina, sem bannar ökutækjum að stöðva.. nema auðvitað strætó.
Vanamálið er því ekki skortur á fé eða góðri lausn heldur ALGJÖRT áhugaleysi borgaryfirvalda til að gera nokkuð sem greiðir fyrir akandi umferð.