Hér þarf maður að bíða í röð í 10-15 mínútur til að beygja til hægri inn á Miklubraut til vesturs. Það er vegna þess að beygju-frárein þarna er c.a. 2ja metra löng. Það er nóg pláss til að hafa hana 100metra langa. Það myndi greiða fyrir umferð og spara mörgum biðina sem þurfa að komast vestur í bæ á álagstímum. Enda sjást líka merki þess að menn eru búnir að bíða þarna og orðnir mjög óþolinmóðir í vegkanntinum fyrir framan fráreinina. En er einhver vilji til að breyta þessu?