Nútíma Hollensk hringtorg – Séð frá sjónarhorni hjólreiðamannsins

202ee5e3a1a9a25c0cb8edf208a56538

Hringtorg eru mikið öruggari og skilvirkari kostur fyrir gatnamót í þéttbýli sem og dreifbýli. Ekki síst fyrir hjólandi og gangandi. Þetta hafa Hollendingar reynslu af. Og nú eru þeir búnir að finna upp nýja tegund af tveggja-akreina hringtorgum, sem eru nærri jafn örugg eins og þessi með einni akrein.

Á Íslandi er reynslan misjöfn af hringtorgum. Því hér eru bæði gamaldags hringtorg í bland við nútímaleg. Þessi gömlu, sérstaklega þau sem eru tveggja akreina, er hægt að bæta með því að horfa til reynslu Hollendinga.

Hringtorg fækka slysum á fólki um 75% og banaslysum um 90%. Að auki fækkar árekstrum um 37%. Alvarleg slys, háhraða slys, nánast þurrkast út. Og flæði gegnum hringtorg er talið vera kringum 40% meira en á samskonar gatnamótum. Þetta er marg rannsakað. Enda setja Holleningar nú niður hringtorg eins og þeir eigi lífið að leysa. Í Ameríku eru menn líka farnir að kveikja á perunni og eru mörg ríki farin að koma með sínar eigin hönnunarleiðbeiningar, sem taka líka mið af Hollenskri reynslu.

 

 

 


Myndbandið er fengið að láni með góðfúslegu leyfi frá: Bicycle Dutch. EN maður sá er hjólreiðamaður í Hollandi, eins og nafnið gefur til kynna. Hér er hans ágæta heimasíða: https://bicycledutch.wordpress.com/
Hér má líta upprunalega myndbandið (á ensku): https://youtu.be/41XBzAOmmIU

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s