Bestun ljósa sparar milljarða

31190031_10156463119723593_9022441518148878336_o

Við hjá Miðfloknum höfum bent á nú um nokkurt skeið að það þarf að stilla umferðarljós betur þannig að þau vinni saman sem heild. Árið 2006 var fjárfest í flottri ljósastýringartölvu frá Siemens: Sitraffic Central, sem átti að samtengja allar ljósastýringar á svæðinu. En það voru aðeins nokkur umferðarljós tengd við þessa tölvu og aldrei klárað að stilla kerfið þannig að það skilaði nokkrum árangri.

Samgöngumál borgarinnar hafa verið vanrækt á síðustu árum með vítaverðum hætti. Allt sem teljast mætti einkabílnum til tekna hefur verið hunsað eða markvisst ýtt til hliðar. Borgarstjórn gerði árið 2012 samning við Vegagerðina um að slá stærri framkvæmdum á frest í 10 ár, svo sem Sundabraut og tvöfaldunum á Reykjanesbraut. Svo hefur viðhald gatna einnig verið vanrækt. Holur í malbiki hafa valdið gríðarlegu tjóni. En minna hefur verið talað um að umferðarljósastýring hefur verið vanrækt. Þar til nýlega að frétt birtist á RÚV þar sem Hrafnkell Proppé, sem fer fyrir stýrihóp um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, lýsir þeirri skoðun að það vanti að stilla ljósin.

Það er ágætt að Samtök Sveitafélaganna á Höfuðborgarsvæðinu séu búin að taka upp stefnu Miðflokksins í þessu máli. Við höfum talað fyrir því um nokkurt skeið að það þurfi að stilla ljósin og það strax. Langtíma markmið er vitanlega samt að losna við þessi umferðarljós. En það gæti tekið áratugi. Þangað til þarf að klára að tengja öll 131 ljósagatnamótin á höfuðborgarsvæðinu, þar af 116 í Reykjavík, við rándýra og fína kerfið sem var keypt og leggja vinnuna í að forrita kerfið þanni að það sé að gera eitthvert gagn. Forritun kerfisins er í raun mikilvægast í þess öllu, að kerfið sé still rétt og reglulega. Því annars gerir það ekki neitt eða jafnvel illt verra.

Dæmi um áratugagamlar stillingar í borginni

Í skýrslu sem Vegegerðin lét gera um málið kom fram að það séu mörg dæmi um áratugagamlar stillingar á ljósum á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé sem sagt umferðinni stýrt eins og hún var fyrir áratugum síðan, en ekki eins og hún er í dag. Í skýrslu Vegagerðarinnar segir líka að það þurfi að uppfæra stillingar á 3-5 ára fresti og oftar fyrir hverfi sem eru í örri þróun. Þegar klárað var að tengja fyrsta áfanga af umferðarljósum við Siemens kerfið var sett inn samskonar forritun á ljósin eins og var á þeim fyrir. Þannig er í raun sama stillingin enn á þessum ljósum. Því aldrei var farið í bestun á stillingum, mögulega því að það kom efnahagshrun fljótlega eftir þetta og áhuginn á verkefninu virðist hafa fjarað út.

Rauðu punktarnir sýna gatnamótin sem búið var að tengja tölvunni þegar verkefnið var yfirgefið. Þau héldu samt gömlu stillingunum. Bláu punktarnir sýna önnur gatnamót sem til stóð að tengja kerfinu.

Umferðarljós hafa gríðarlega tefjandi áhrif

Alveg frá því að umferðarljós voru fyrst tekin í notkun hafa verið gerðar rannsóknir á því hvernig þau geta tafið umferð. Umferðarljós reyna á viðbragsðtíma ökumanna. En áhrif þess verða mun minni ef græna ljósið er látið loga lengur. Þetta hafa rannsóknir sýnt. Þess vegna getur það aukið skilvirkni gatnamóta umtalsvert að lengja svokallaðann „lotutíma“ á álagstímum. Þanni má segja að röðin sem er að bíða eftir grænu nái að komast betur á skrið áður en hún þarf að stoppa aftur.

Það eru fyrstu bílarnir í röðinni sem valda mestum tafatíma. Þetta sést í rannsóknum. Fyrsti bíll tekur um 4 sekúndur að komast inn á gatnamótin, en tíminn jafnast síðann út þegar um 5-6 bíll er kominn inn á gatnamótin og verður þá minnst um 2,1 sekúnda. Út frá öllum þessum rannsóknum er auðvelt að áætla hversu margir bílar komast yfir á grænu ljósi eftir því hvað það logar lengi.

Hreinsunartími tefur líka

En það er ekki aðeins slakur viðbragðstími mannfólksins sem tefur umferðina á ljósastýrðum gatnamótum. Það er líka sú staðreynd að rauð og gul ljós þurfa að loga í visst langan tíma til að hægt sé að hreinsa gatnamótin fyrir umferð úr annari átt. Sá tími er víða erlendis hafður um 6 sekúndur. En algengt er að á íslandi sé það upp í 9 sekúndur. Það er þá tími sem enginn ætti að vera að nota gatnamótin. Tími sem má segja að fari til spillis. Ég gerði mælingu á nokkrum gatnamótum og birti hér raunverulegar tölur frá gatnamótum sem við öll erum eflaust að hugsa til:

Það sem vekur strax athygli er hver rauður/gulur tími er mikill. Það er 7-8 sekúndur milli þess að það kemur gult öðru megin, þar til er komið grænt á hinum staðnum. Eflaust er þetta vegna þess að fólk er mikið að fara yfir á gulu og það þarf því aukinn tíma til að hreinsa gatnamótin. En sú staðreynd að langur hreinsunartími sé gefinn, mætti ætla að auki einmitt líkurnar á að menn fari yfir á gulu. Því bílstjórar skynji að hægt sé að komast upp með það.

Hinsvegar sýna þessar tölur að það er um þriðjung af tímanum sem ENGINN er að nota gatnamótin. Þetta er hægt að bæta með því að lengja Lotutímann, jafnvel þótt hreinsunartíminn yrði óbreyttur:

Þetta litla dæmi er aðeins til að sýna hvernig stilling á ljósum getur haft gríðarleg áhrif á flæði umferðar. Vitanlega þarf að fá sérfræðinga í þessum málum til að framkvæma stillinguna.

Aukið flæði með betri stillingum
En ef við notum þetta dæmi áfram, þá eru þarna auka 7 mínútur sem bifreiðar hafa til að komast yfir gatnamótin. Það eru ríflega 800 fleiri bílar yfir klukkutímann, ef við gerum ráð fyrir 2 akreinum úr hverri átt (4 akreinar virkar á hverjum tíma). Þá er ekki búið að reikna inn allan viðbragðtímann sem vinnst til baka. En samkvæmt mínum útreikningum, sem miða við rannsókn á viðbragðstíma má gera ráð fyrir að það sparist um 630 sekúndur á klukkustund í viðbragsðtíma vegna þess að ljósin verða ekki jafn oft rauð á klukkustund. Fer úr því að vera 347 rauð ljós á klukkustund niður í 299 rauð ljós á klukkustund. Bílaraðirnar þurfa því ekki að taka jafn oft af stað. Það eru auka 300 bílar sem komast yfir vegna minni tíma sem tapast í viðbragðið. Fljótlegir útreikningar sýna því að þessi einfalda ráðstöfun, að lengja lotutímann um 50%, gæti hleypt 1100 bílum meira yfir gatnamótin á álagstímum.

Af hverju er þetta ekki alltaf svona?

Það er engin ein stilling á ljósum sem er góð allan sólarhringinn. Lengri lotutími er hagstæður þegar það er nóg af bílum að bíða eftir að komast yfir úr öllum áttum. Það er líka hægt að lengja græna tímann úr aðeins einni átt, ef þannig ber undir. En á öðrum tímum sólarhrings þá myndi lengri lotutími að líkindum bara tefja umferð, því það er etv. enginn að bíða eftir að komast yfir úr hinni áttinni þegar þú lendir á rauðu ljósi. Flest ljósastýrð gatnamót eru enda með 4 stillingar sem eru mismunandi yfir daginn. Þetta þarf allt að taka til greina þegar ljósin eru stillt. Tölvukerfið fína frá Siemens er líka hannað til að finna út hvenær er best að skipta á milli þessara stillinga og er hægt að láta það ákvarðast af teljurum sem fylgjast með umferðinni.

Ábati ljósastillingar með því mesta sem þekkist

Rannsókn á vegum Federal Highway Administration í Bandaríkjunum hefur metið ábata af ljósastýrikerfim vera allt að 40 á móti 1. Það er að hver króna sem er sett í þennan málaflokk geti skilað sér fjörtíufallt til baka í formi tímasparnaðar og eldsneytissparnaðar. Þar er einnig sagt að slíkar fjárfestingar séu yfirleitt búnar að skila sér á innan við ári.

Í Oslo og Eindhoven var gerð könnun á ferðatíma fyrir og eftir slíkar stillingar og var munurinn 15% í Oslo og 17% í Eindhoven.

Ég hef hér útskýrt hvernig þetta virkar á einfaldaðan máta og bent á að reynsla og rannsóknir sýni hagkvæmnina í þessu og ábata þessara aðgerða. En nú er spurnign hvort borgarmeirihluti vilji nokkuð gera til að greiða umferð akandi. Þeir hafa ekki sýnt neina tilburði í þá veru á þeim 12 árum sem Dagur B. Hefur verið við ýmist borgarstjóri eða í meirihluta. Það ætti vitanlega að setja sem langtímamarkmið að fækka þessum ljósastýringum verulega. En þangað til þá er gríðarlega ábatasamt að láta stilla ljósin og klára tengingu við hið miðlæga kerfi sem gerir stillingu og samræmingu enn auðveldari.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s