„Borgarlína eða dauði“ – Falskar sviðsmyndir (myndband)

Mikið hefur verið rætt um samgöngumál að undanförnu. Þeir sem berjast fyrir borgarlínu hafa keppst við að segja að það sé engin önnur leið fær til að byggja upp borgina heldur en að fara í dýr almenningssamgangnakerfi og að þétta byggð eins og mögulegt sé. Þessi leið er þegar farin að kosta þjóðfélagið milljarða. Sögulega hægt hefur gengið að fullgera íbúðir í borginni og íbúðaskortur er einnig orðinn sögulega mikill um allt land. Þá hefur einnig gríðarlegur kostnaður lagst á samfélagið í formi umferðartafa og umferðarslysa sem hefði verið hægt að fyrirbyggja með því að fara að ráðleggingum Vegagerðarinnar um uppbyggingu og úrbætur á vegakerfinu. En hefur verið hundsað til þess að freista þess að breyta ferðavenjum fólks. Þá stendur einnig til að við eyðum ævintýralegri upphæð í nýtt samgöngukerfi: borgarlínu. Þrátt fyrir að enginn viti hvaðan þeir peningar eigi að koma, slíkur er kostnaðurinn.

Þeir sem aðhyllast borgarlínu og þéttingu byggðar, hér eftir: ‘þéttingarsinnar’, hafa farið mikinn að undanförnu og málað upp svarta mynd af framtíð skipulags- og umferðarmála í borginni. Eftirfarandi er að mínu mati sanngjörn túlkun á því sem þeir virðast trúa og hafa haldið fram bæði í ræðum og riti:

Málstaður þéttingarsinna:

 • Dýrasta leiðin áfram sé að fara ekki í Borgarlínu
 • Versta leiðin áfram sé að fara ekki í Borgarlínu
 • Það sé ekki hægt að byggja sig frá umferðarteppum með uppbyggingu vegakerfisins

Þá er gjarnan vísað til skýrslu sem gerð var fyrir Samtök Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu (SSH), þar sem dregnar voru upp þrjár “sviðsmyndir” af því hvernig borgin gæti litið út árið 2040 í hugum þéttingarsinna. En það eru fjölmörg vandamál við þennan sviðsmyndasamanburð og þar með þá sýn sem þéttingarsinnar eru að reyna að sannfæra okkur um að sé einhverskonar algildur sannleikur. Þannig að ég gerði glærukynningu sem fer yfir það helsta..

Vandamálin sem ég bendi á í kynninguni eru eftirfarandi:

 1. Möguleikarnir á sviðsmyndum fyrir framtíðina eru fleiri en 3. Varðandi flesta liði sem eru bornir saman er eingöngu notast við afstæðan samanburð milli þessara takmörkuðu sviðsmynda. Sem eru umdeilanlega raunsannar túlkanir á helstu stefnum í samgöngu og skipulagsmálum.
 2. Skýrsluhöfundum er ætlað að réttlæta fyrirframgefna niðurstöðu: að umhverfisvænir samgöngumátar séu æskilegasta leiðin áfram. Þar með er kosti A strax stillt upp sem “óæskilega” kostinum og öll greining í framhaldinu gengur út á að láta þann kost líta sem verst út í samanburði við “æskilegu” kostina.
 3. Hvergi í skýrslunni er talað um tímasparnaðinn í því að fara um akandi. Né þann samfélagslega sparnað eða auknu lífsgæði sem felast í að stytta ferðatíma sinn með því að kjósa bíl umfram aðra samgöngumáta.
 4. Byggðamörk sviðsmyndanna eru illa skilgreind. Það kemur hvergi fram hvar á að byggja innan þeirra í Sviðsmyndum B og C. Það virðist nú þegar búið að byggja nokkur þeirra hverfa sem talin eru upp í Sviðsmynd A. Vandséð er hvernig stækkanir á hverfum sem fyrir eru valdi stórvægilegum ferðavenjubreytingum.
 5. Ekkert í þessum skýrslum sannar samhengi milli þéttari byggðar og ferðavenja fólks, einkum minni bílnotkunar. Engar rannsóknir er vísað í varðandi hversu mikil tengslin eru (ef einhver). Þetta virðist allt úr lausu lofti gripið.
 6. Borgirnar sem notaðar eru til viðmiðunar sýna enga fylgni milli þéttari byggðar og minni bílnotkunar. Skýrslan lætur í veðri vaka að þéttari byggð sé forsenda þess að hægt sé að nota umhverfisvænni samgöngur. Engin gögn styðja þá ályktun. Þvert í móti.
 7. Skýrslan gerir ráð fyrir að gamli miðbærinn verði áfram hringamiðja borgarinnar. Engin tilraun er gerð til að skoða hvaða áhrif það gæti haft að byggja upp ný atvinnusvæði og hvernig það myndi deila umferðarálaginu. Mætti þá nefna að byggja Þjóðarsjúkrahús á nýjum stað.
 8. Vegaáætlun frá 2007 vísar til fjölda annara vegaframkvæmda og mislægra gatnamóta sem ekki eru hafðar með í Sviðsmynd A þótt talað sé um “allar framkvæmdir”. Þannig að það stenst ekki að nota þá sviðsmynd til að réttlæta að ekki sé hægt að leysa umferðarvandann með “öllum” gatnaframkvæmdum eða að allar leiðir hafi verið skoðaðar. Auðvitað er líka hægt að hugsa sér mun fleiri og jafnvel hagkvæmari vegaframkvæmdir en voru á kortunum árið 2007.
 9. Skýrslan gerir ráð fyrir mikilli fólksfjölgun yfir langt tímabil á alþjóðlegan mælikvarða. Á sama tíma og stefnir í fólksfækkun í Evrópu. Skýrslan setur fram að fólki muni fjölga eins næstu 25 árin eins og s.l. 25 ár, þrátt fyrir að visa í gögn sem segja allt eins líklegt að það verði mun minni fjölgun.
 10. Hvergi er lagt mat á hver áhrif meiri þéttingar gætu orðið. En svo virðist vera að meiri þétting byggðar í Reykjavík valdi meiri úthverfavæðingu og flótta frá borginni yfir á landsbyggðirnar.
 11. Umferðarspáin gerir ráð fyrir íbúafjölgun erlendis frá sem fyrirséð er að munu ekki geta eignast húsnæði. Það þurfa að gerast kraftaverk í íbúðauppbyggingu áður en þessi mannfjöldaspá og þar með umferðarspá er orðin raunhæf.
 12. Gert er ráð fyrir að fjárfesting í göngu og hjólreiðastígum séu gagnslausar í “vondu” sviðsmyndinni. En samt verði farið í fjárfestinguna. Ef kostnaðarsamanburður á að vera sanngjarn, á að draga þennan kostnað frá í sviðsmynd A.
 13. Meira en helmingurinn af ætluðum árangri í “óska” sviðsmyndunum báðum á að koma með sömu fjárfestingu í hjólreiða og göngustígum sem bæta sviðsmynd A ekki neitt
 14. Ef aukin þétting á að fá fleiri til að ganga og hjóla, þá ætti sú aukning ekki að stoppa við 85% þéttingu og restin fari að taka strætó, heldur ættu fleiri að ganga og hjóla við 100% þéttingu en 85% þéttingu.
 15. Ekki er gert ráð fyrir neinni fjárfestingu í almenningssamgöngur í 25 ár í þessum samanburði. Gert er ráð fyrir að engar tilraunir verði gerðar til að auka strætónotkun. Þetta verði því “allt eða ekkert” þegar kemur að almenningssamgöngum. En í raunveruleikanum yrði alltaf farinn millivegur.

(já, óvart fengu tveir liðir númerið 11 við gerð myndbandsins)

Endilega gefið ykkur tíma til að horfa á allt myndbandið. Ég tel að það sé í hið minnsta gagnlegt til að færa umræðuna áfram. Og endilega deila þessu líka. Set hérna youtube link með https://youtu.be/d5_eegJiyHs, fyrir þá sem vilja heldur deila því þannig en af facebook.

Góðar stundir!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s