Lokaverkefni Meistaraskóla: Sjálfvirkur Frostvari fyrir Orlofshús

Ég hef undanfarið stundað Meistaranám í Rafeindavirkjun og Rafvirkjun. Þetta er nám sem veitir réttindi til að kalla sig meistara í sinni iðn. Námið er á vegum Tækniskólans og er 4 annir í kvöldskóla. En þar sem ég hef sveinspróf bæði í rafeindavirkjun og rafvirkjun mun ég geta kallað mig meistara í báðum greinum og starfað sem slíkur að námi loknu.

Markmið námsins er að veita þeim sem lokið hafa sveins­prófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnu­brögð, örygg­is­reglur og iðnfræði. Eftir nám getur meistari ráðið til sín sveina í grein­inni og rekið eigið fyr­ir­tæki.

Af vefsíðu Tækniskólans

Það er gaman frá því að segja að mér tókst afar vel til með lokaverkefni mitt og fékk fullkomna 10 í einkunn og einróma lof kennara jafnt sem nemenda sem fengu áttu að meta verkefnið.

Þitt verkefni er í sérflokki, algjörlega til fyrirmyndar. Ég vildi gjarnan nota það sem sýnidæmi til að setja ný viðmið.  Takk fyrir gott verkefni.

Umsögn kennara

Styrkleikar
Mjög gott og vel uppsett verkefni og kynningin maður, meistaraverk!!!!
Veikleikar
Ekki til

Umsögn eins nemanda

Um verkefnið:

Verkefnið er unnið upp úr hugmynd sem varð til í hópavinnu í einum af fögum á lokaönn námsins sem kallast ‘Vöruþróun’. En þar átti hópurinn að koma með hugmynd að einhverri vöru eða þjónustu og þróa hana áfram. Fyrst var hugmyndin að koma með vöru sem vaktar betur eða lætur vita þegar fer að leka vatni í orlofshúsum, en fljótlega þróaðist það út í vangaveltur um hvernig mætti koma í veg fyrir slík tjón alfarið. Þá með því að nota segulstýrða krana og sjálfvirkni sem mælir hitastig eða þrýsting í lögnum. Mitt lokaverkefni fer nánar inn í útfærslu á þessari lausn hvað varðar rafeindaþáttinn. Ásamt því að skilgreina vandann nokkuð rækilega.


Hér má lesa ritgerðina: https://drive.google.com/open?id=1mQMkTeNAipkdmh1nNx5hIHg0mZdLlWu7


Hér er glærukynningin sem ég útbjó á pdf: https://drive.google.com/open?id=17KvD7oQwTmA9U71JdPR8pBC7WnxW-mSH

Hér er svo kynning mín á verkefninu út frá glærunum í tali og myndum: 

Vona að þetta verði einhverjum innblástur eða til gagns. Þess vegna birti ég þetta hér. Ég er vitanlega alveg til í að ræða við samstarfsaðila um að þróa þessa hugmynd áfram til að koma á markað. Áhugasamir geta sett sig í samband við mig. En það kom mér á óvart hversu mikill kostnaður fellur til ár hvert vegna frostsprunginna vatnslagna. Þetta er verulegt vandamál sem væri þess virði að leysa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s