Nútíma Hollensk hringtorg – Séð frá sjónarhorni hjólreiðamannsins

202ee5e3a1a9a25c0cb8edf208a56538

Hringtorg eru mikið öruggari og skilvirkari kostur fyrir gatnamót í þéttbýli sem og dreifbýli. Ekki síst fyrir hjólandi og gangandi. Þetta hafa Hollendingar reynslu af. Og nú eru þeir búnir að finna upp nýja tegund af tveggja-akreina hringtorgum, sem eru nærri jafn örugg eins og þessi með einni akrein.

Á Íslandi er reynslan misjöfn af hringtorgum. Því hér eru bæði gamaldags hringtorg í bland við nútímaleg. Þessi gömlu, sérstaklega þau sem eru tveggja akreina, er hægt að bæta með því að horfa til reynslu Hollendinga.

Hringtorg fækka slysum á fólki um 75% og banaslysum um 90%. Að auki fækkar árekstrum um 37%. Alvarleg slys, háhraða slys, nánast þurrkast út. Og flæði gegnum hringtorg er talið vera kringum 40% meira en á samskonar gatnamótum. Þetta er marg rannsakað. Enda setja Holleningar nú niður hringtorg eins og þeir eigi lífið að leysa. Í Ameríku eru menn líka farnir að kveikja á perunni og eru mörg ríki farin að koma með sínar eigin hönnunarleiðbeiningar, sem taka líka mið af Hollenskri reynslu.

 

 

 


Myndbandið er fengið að láni með góðfúslegu leyfi frá: Bicycle Dutch. EN maður sá er hjólreiðamaður í Hollandi, eins og nafnið gefur til kynna. Hér er hans ágæta heimasíða: https://bicycledutch.wordpress.com/
Hér má líta upprunalega myndbandið (á ensku): https://youtu.be/41XBzAOmmIU

Gatnrýni: Biðin við Kringlumýrarbraut

beygjurein.png

Hér þarf maður að bíða í röð í 10-15 mínútur til að beygja til hægri inn á Miklubraut til vesturs. Það er vegna þess að beygju-frárein þarna er c.a. 2ja metra löng. Það er nóg pláss til að hafa hana 100metra langa. Það myndi greiða fyrir umferð og spara mörgum biðina sem þurfa að komast vestur í bæ á álagstímum. Enda sjást líka merki þess að menn eru búnir að bíða þarna og orðnir mjög óþolinmóðir í vegkanntinum fyrir framan fráreinina. En er einhver vilji til að breyta þessu?

beygjurein2.png

Umferð tafin vísvitandi

Hér er eitt dæmið um áhugaleysi til að greiða fyrir akandi umferð hjá borgaryfirvöldum. Það sjá allir sem keyra þarna framhjá hve lítið mál væri að laga þetta. Það sjá væntanlega líka þeir sem bera ábyrgð á því að laga þetta.

Það eru nánast tvær strætisvagna-breiddir milli biðskýlisins og götunnar, þar sem vagninn stöðvar í dag. Ef það skyldi ekki duga til að útbúa útskot fyrir vagninn fyrir framan biðskýlið, þá er nægt pláss fyrir aftan skýlið ef það þarf að færa.

Þessi strætóstoppistöð tefur morgunumferðina úr Vesturbænum og veldur slysahættu þegar bifreiðar sveigja í ofboði yfir á vinstri akrein, líkt og bíllinn sem bleika örin bendir á er að gera á myndinni. Ég keyri þessa leið á hverjum degi til vinnu og raunar reyni ég bara að passa mig að lenda ekki á hægri akrein þegar ég kem út af hringtorginu.

Það eru smámunir sem kostar að laga þetta og það sjá allir hve vitlaust þetta er sem hafa keyrt þarna hjá. Raunar er það undirstrikað hver óheppilegt er að bifreiðast stöðvi þarna með því að það er máluð gul lína á vegbrúnina, sem bannar ökutækjum að stöðva.. nema auðvitað strætó.

Vanamálið er því ekki skortur á fé eða góðri lausn heldur ALGJÖRT áhugaleysi borgaryfirvalda til að gera nokkuð sem greiðir fyrir akandi umferð.

Strætó slítur götum veldisvaxandi meira

Nú er ég enginn sérfræðingur í malbiki. En það er augljóst að slit er margfalt meira á þeim stöðum sem aðeins strætó keyrir um. Svo sem sérakreinar og við stoppistöðvar. Það má leiða líkur að því að svifryksmengun sé mikil af völdum strætó. Það mun aukast til muna með þyngri vögnum, eins og fyrirhuguðum borgarlínuvögnum. Sem eru þá ekki það skref til að minnka svifryk sem þeir hafa sagðir vera. Helmingur alls svifryks kemur úr malbiki skv. Íslenskri rannsókn.

Borgarlínuvagnar með 11 tonna öxulþunga eru á mörkum leyfilegs öxulþunga. Ekki munu þeir skemma göturnar minna en þessar myndir sýna.

18 kostnaðarsömustu gatnamót Reykjavíkur

KostnadarsomustuGatnamotin

Kæru vinir! Það kostar undir milljarð að reisa ein mislæg gatnamót. Umtalsvert minna að skipta ljósum út fyrir hringtorg, eða laga gatnamót sem má bæta. Hér eru 18 gatnamót í Reykjavík sem kosta meira en milljarð í slysum og óhöppum á 10 ára tímabili. Er ekki „no-brainer“ að laga þetta? Fyrir utan hvað þetta myndi flýta fyrir umferð.

Ég skoðaði hátt í 100 gatnamót af öllum gerðum (þar sem tveir eða fleiri vegir mætast), sem virtust hafa einhvern fjölda slysa á Slysakorti Samgöngustofu.

Það er ekki hægt að horfa framhjá því að öll þessi gatnamót (með einni STÓRRI undantekningu) eru með umferðarljósum. Og stærstan kostnað einmitt þar sem ljósin eru í þeim tilfellum þar sem þetta er blanda af mislægum gatnamótum með umferðarljósum.

Þetta er ekki svo einfalt að þarna séu einfaldlega svona mikil umferð. Því umferðarmestu gatnamót landsins, Suðurlandsvegur-Vesturlandsvegur, þar sem engin ljós eru, komast ekki inn á þennan lista. Ekki einu sinni topp 50 listann.

Til að undirstrika hve stóran þátt ljósastýring á í þessu, þá mætti taka sem dæmi gatnamótin: Reykjanesbraut-Stekkjarbakki. Þar eru langtum flest atvikin á ljósunum. Sama má segja með Vesturlandsveg-Víkurveg, sem hefði ekki komist á lista geri ég ráð fyrir ef það væri ekki fyrir ljósastýringuna við Þúsöld. Sem er hluti af þessum gatnamótum.

Ég tel að það megi hæglega setja hringtorg í staðinn fyrir mörg þessara ljósa. Jafnvel sem eru ofan á mislægum gatnamótum, en ekki bara til hliðar við þau. Það myndi fækka slysum umtalsvert. Mínar heimildir herma að það geti verið um allt að helming.

3 gatnamót komu mér á óvart að væru svona kostnaðarsöm. Vestur í bæ er Hringbraut-Birkimelur. Svo Breiðholtsbraut-Stekkjarbakki. Einni kom mér á óvart að sjá Háaleitisbraut-Bústaðaveg svo kostnaðarsöm.

En þá að stóra fílnum. Það er slaufan við Vesturlandsveg-Reykjanesbraut. Þar er HRIKALEGA mikið af óhöppum. Ég er með tvær kenningar varðandi hvað veldur.

1. Bilið til að komast inn/út úr slaufunni þegar menn ætla að fara til vinstri, er allt of stutt. Ég þekki þetta vel, því þegar ég átti heima í Mosfellsbæ keyrði ég þetta á hverjum morgni til að taka vinstri-beygju inn í Kópavog. Það eru ekki nema c.a. 20 metrar uppi á brúnni sem menn hafa til að troða sér inn á aðreinina. Því plássi er svo líka deilt með þeim sem eru að koma frá Kópavogi og ætla til vinstri inn í bæ. Þetta er verulega ankannalegt og maður þurfti að setja sig í stellingar á hverjum morgni til að valda ekki tjóni þarna.

2. Stór hluti af þessum óhöppum eiga sér stað síðla dags, milli kl. 15-18, þegar mikil bílaröð myndast alveg frá ljósagatnamótunum við Sprengisand (Reykjanesbraut-Bústaðavegur). Þessi röð nær frá ljósunum, upp alla beygjuakreinina og langleiðina upp á Grensásveg. Á þessum kafla verða margar aftanákeyrslurnar. Eins mörg óhöpp þegar menn reyna að troða sér í röðina. Eða gefast upp á að bíða í röðinni og menn beygja fyrir umferð sem brunar framhjá á næstu akrein.

Þannig að þetta er dæmi um verulega mislukkuð mislæg gatnamót að þessu leiti. Sem vinna reyndar afar illa með ljósastýringunni við Sprengisand. Þetta verður að laga.

Slysakostnaður vegna gamaldags gatnamóta gríðarlegur

Hér sjást óhöppin sem hafa orðið á gatnamótum Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar á árunum 2006-2016. Óhapp er sem sagt þegar enginn slasast. En slysatalan þar sem menn slasast ýmist lítið eða alvarlega er 36 á sama tímabili á þessum stað. Kostnaður vegna þessara slysa er 1,6 milljarðar, ef notaðar eru meðaltalstölur fyrir þessar gerðir slysa. (það er á verðlagi 2014). 2014 var einmitt líka til umræðu að gera þessi gatnamót mislæg. Það átti að kosta 17 milljarða. Slysakostnaður fer því langt með að greiða það upp. Fyrir utan að þetta er einn mesti flöskuhálsinn í umferðinni. Ég tel að tapaður tími muni borga restina upp á örfáum árum. En þetta er sem sagt ein af framkvæmdunum sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti sló út af borðinu til að skoða möguleika á lestarsamgöngum fyrir árið 2040. Nú er reyndar búið að stilla draumana á að fá strætóa sem eru aðeins lengri en þessir venjulegu. En það á samt að gerast á kostnað úrbóta á gatnakerfi fyrir aðra umferð. Á meðan eru allar gatnaframkvæmdir sem koma í veg fyrir slys eða bæta samgöngur svo einhverju muni, enn úti í vindinum. Við getum breytt þessu núna í vor.

ohapp

kostnadur

 

Hvernig verða umferðarteppur til?

signals

Fræðilega séð: Ef allir keyrðu á sama hraða, gæti endalaust magn af bílum haldið áfram endalaust. Umferðarteppur verða til vegna þess að bílar þurfa að stoppa oft með stuttu millibili. En tilraunir hafa sýnt að eitt stopp hefur vaxandi og keðjuverkandi áhrif á langa röð af bílum.

Út frá þessu blasir þessi formúla við: Færri stopp = Greiðari umferð

Mig langaði að setja saman myndband sem útskýrir hvernig umferðarteppur verða til. Þá fann ég þetta fína erlenda teiknimyndband sem segir nokkurnvegin allt sem ég vildi segja og ég ákvað að íslenska það bara og pimpaði það aðeins upp. Setti svo mínar hugleiðingar í lokin.

 

Hérna er upprunalega myndbandið eftir CGP Gray. Þökkum þeim fyrir lánið og þessa skemmtilegu skýringu. Þeir eiga hlutann með teiknimynd. Sem ég íslenskaði, setti hljóðeffekta og pimpaði aðeins upp. Restin af myndbandinu eru mínar eigin hugleiðingar.

Ég lennti svo í viðtali vegna myndbandsins á vefnum forsíðufréttir.net.

 

Gatnrýni: Umferðarstífla verður til

Rec 12-31-17 4.00_04_34_08.Still001

Það er margt sem má bæta í gatnakerfi og umferðarstýringu hér í borg. Hér er eitt lítið dæmi. Á þessu myndbandi sést hvernig gangbrautarljós við Klambratún valda umferðarteppu á Miklubraut. Á þessum tíma sem ég var að mynda er ekki mikil umferð. Þannig að ég ímynda mér að þetta sé mikið verra t.d. á morgnanna.  Þarna eru göngu ljós ekki samstillt með nærliggjandi umferðarljósum. Þetta veldur ótímabærum stoppum á umferð og hægt að sjá hér hvernig þetta myndar hnút á stuttum tíma.  Þessi liður í blogginu mína kalla ég „gatn-rýni“. Sem mér telst til að sé nýyrði.