Ég hef stundum heyrt því fleygt að það væri svipað að gefa börnum Nóa Kropp í morgunmat eins og að gefa þeim Cocoa Puffs. Ég kannaði málið og hér er niðurstaðan. Nóa Kropp er skárra en Cocoa Puffs að eiginlega öllu leiti sem morgunmatur.
1. Það eru færri kolvetni = Hækkar blóðsykur minna (lesist: ekki jafn fitandi)
2. Það er minna af viðbættum sykri í Nóa Kroppi (lesist: skemmir tennurnar minna)
3. Það er fullt af fitu í Nóa Kroppi (lesist: maður verður saddur lengur af því og líkaminn þafnast líka fitu)
Hérna ber ég líka saman nokkur önnur algeng morgunkorn. Hef hafragraut og múslí með til samanburðar. Sumt þarna markaðsett sem heilsuvörur og jafnel grennandi fóður. Í raun er þetta með því mest fitandi sem hægt er að láta ofan í sig. Það væri svo sem ekkert að því að fá sér skál af Nóa Kroppi með mjólk stundum. En á hverjum degi? Muna þá bara að bursta tennurnar á eftir