Nammi í morgunmat

Ég hef stundum heyrt því fleygt að það væri svipað að gefa börnum Nóa Kropp í morgunmat eins og að gefa þeim Cocoa Puffs. Ég kannaði málið og hér er niðurstaðan. Nóa Kropp er skárra en Cocoa Puffs að eiginlega öllu leiti sem morgunmatur.

23376096_10155950897433593_4464504734834181780_n

1. Það eru færri kolvetni = Hækkar blóðsykur minna (lesist: ekki jafn fitandi)
2. Það er minna af viðbættum sykri í Nóa Kroppi (lesist: skemmir tennurnar minna)
3. Það er fullt af fitu í Nóa Kroppi (lesist: maður verður saddur lengur af því og líkaminn þafnast líka fitu)

Hérna ber ég líka saman nokkur önnur algeng morgunkorn. Hef hafragraut og múslí með til samanburðar. Sumt þarna markaðsett sem heilsuvörur og jafnel grennandi fóður. Í raun er þetta með því mest fitandi sem hægt er að láta ofan í sig. Það væri svo sem ekkert að því að fá sér skál af Nóa Kroppi með mjólk stundum. En á hverjum degi? Muna þá bara að bursta tennurnar á eftir 

Rannsóknir: Hreyfing sjaldnast megrandi

Ekki sóa tímanum: til að léttast er mataræði 100%. Fjöldi rannsókna sýna að hreyfing hefur hamlandi áhrif á flesta sem vilja léttast. Ekki kaupa kort í ræktina til að léttast. Settu frekar alla orkuna í mataræðið. Að borða minna er auðveldasta leiðin. Ekki sóa tímanum í annað. Þá hjálpar að sleppa kolvetnum. Það gerir allt auðveldara.

23270258_10155950029363593_7417891513159162985_o

Hreyfing breytir efnaskiptum. Menn hafa t.d. tilhneygingu til að borða meira.

diet_Baseline2.0

Þótt þú hreyfðir þig eins og keppnisíþróttamaður, væri það samt lítill hluti af heildarorkubrennslunni.

diet_Baseline1.0

Hreyfing er mjög holl. En bara ekki góð leið til að léttast.

diet_Baseline3.0

Það þarf að breyta lýðheilsumarkmiðum til að endurspegla það sem vísindin eru að segja. Þeir sem eru of feitir þurfa að fá rétt skilaboð til að breyta venjum sínum. Ég þekki þetta af eigin raun. Það þarf að segja skýrt að mataræði sé 100%!

diet_Baseline4.0

 

Hreyfing er samt sem áður gríðarlega heilsusamleg og nauðsynleg. Það eina sem hér er verið að leggja til er að við séum ekki að segja feitu fólki að fara að kaupa árskort í ræktina, líkt og hefur verið tilhneging til að gera.

Hér er afar fróðlegt myndband um mikilvægi hreyfingar og hvað hún gerir fyrir heilastarfsemina og vellíðan: https://www.youtube.com/watch?v=DsVzKCk066g

 

 

Heimild: https://www.vox.com/2016/4/28/11518804/weight-loss-exercise-myth-burn-calories