12 sveitarfélög sem hafa vaxið hraðar en Reykjavík

Á síðasta ári gerðust þau merku tíðindi að íbúðum fjölgaði meira í Mosfellsbæ heldur en í Reykjavík. En borgarstjórnarmeirihluti undir forystu Dags B. Eggertssonar hefur legið undir ámæli fyrir að draga lappirnar með að úthluta lóðum. En borgarstjóri hefur gefið þær skýringar á hve hægt gangi að byggja að það séu ekki nægilega margir byggingarkranar. En kranarnir hljóta þá allir að vera fluttir upp í Mosfellsbæ.

Stuðningsmenn sitjandi borgarstjórnar hafa sumir brugðið á það ráð að kenna hruninu sem varð fyrir 10 árum síðan um þessa stöðnun. En ef við skoðum tölur um uppbyggingu í öðrum sveitarfélögum í kringum landið kemur í ljós að Reykjavík er langt fyrir neðan marga nágranna sína í uppbyggingu og jafnvel langt fyrir neðan fjarskylda ættingja. Þannig að sú söguskoðun að hrunið sé valdur að stöðnun í Reykjavík, hlýtur um leið að þurfa að útskýra hvernig hrunið varði ekki jafn lengi í Mosfellsbæ, Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði eða í Árborg.

AUkningibuda_sveitarfelog

Þéttingastefnan í molum

Það gefur auga leið að þegar Mosfellbær byggir fleiri íbúðir en Reykjavík árið 2017, þá er það ekki að spila vel inn í þéttingastefnu borgaryfirvalda. Það lítur nefnilega út fyrir að stærstur hluti þeirra sem fluttu inn í nýjar íbúðir í Mosfellsbæ séu samt sem áður að vinna í Reykjavík. Það er líka að færast í vöxt að fólk flytji jafnvel upp í Árborg sem vinnur í Reykjavík. Það virðist fullreynt að borgarstjórn nær engum böndum á útþennsluna, aðgerðir þeirra ýta aðeins undir útþennsluna. Ásamt því að hækka íbúðarverð, leiguverð og lánin hjá landsmönnum öllum um leið. Fyrir utan að lengja leið manna til vinnu. Því það er jú lengra að keyra úr Mosfellsbæ eða Árborg niður í miðbæ Reykjavíkur, heldur en úr t.d. Úlfarsárdal. En áhrifin af að byggja ekki í  Úlfarsárdal virðast einmitt hafa orðið þau að fólk flutti þá bara örlítið lengra í burtu.

AukningIbua

Þessi barátta um þéttinguna virðist vonlaus með alla þessa nágranna í kring sem eru ört vaxandi. Þessir nágrannar sem sækja samt sem áður þjónustu og jafnvel vinnu til Reykjavíkurborgar. Það er enginn munur á því hvort úthverfið heitir Breiðholt eða Garðabær í þessum skilningi. Fólk flytur einfaldlega þangað sem íbúðir er að fá.

Uppsöfnuð þörf er ábyrgð Reykjavíkurborgar

Miðað við vöxt á íbúðum í Reykjavík undanfarin 100 ár þá hefði Reykjavík þurft að byggja uþb. 7,3 íbúði pr. 1000 íbúa undanfarin ár til að halda í hefðina. En eins og glæran hér á undan sýndi, þá hafa sveitarfélögin í Kraganum að einhverju leiti tekið yfir það hlutverk að sjá nýjum íbúum fyrir húsnæði.

Klaradpr1000

En engu að síður er varlegt að áætla að Rekjavík ætti að fullgera í kringum 900 íbúðir á ári, ef við miðum við 7,3 íbúðir pr. 1000 íbúa. En þær hafa mest náð 482 fullgerðum íbúðum (2017) skv. tölum frá Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Með vöxt upp á 7,3 íbúðir á 1000 íbúa hefðu verið byggðar 6178 íbúðir í tíð núverandi borgarstjórnar. Í stað þeirra 2129 sem voru kláraðar.

Ef við miðum hinsvegar við að hraði uppbyggingar væri sá sami og í nágrannasveitarfélögum, þetta 8,1-22,2% aukning, í stað 3,9%. Þá hefðu verið byggðar 4062 til 11.133 íbúðir í Reykjavík.

LofordDagsins
Frétt RÚV um loforð Dags B. fyrir kosningarnar 2014. H.m: Loforðið borið saman við það sem síðar varð.

Þörfin safnast upp

Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram hver uppsöfnuð þörf fyrir íbúðir sé. En þar er uppsafnaður skortur á íbúðum talinn vera um 6000 íbúðir. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt upp jafn hratt og hún átti að gera, þá værum við ekki í þessum vanda nú.  Þessi uppsafnaða þörf að mati ÍLS er furðulega nærri þeim fjölda íbúða sem að Dagur B. Eggertsson lofaði fyrir sveitastjórnarkosningar 2014. Þegar hann lofaði 4000-6000 nýjum íbúðum á 4-5 árum. En á sama tímabili voru aðeins 1540 byggðar. Þannig að jafnvel samkvæmd Degi B. Eggertssyni hefur eitthvað misfarist í borginni.

ILS_thorfin

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 12. mars 2018

 

Aldrei gengið hægar að byggja í borginni

Aldrei áður í skráðri sögu Reykjavíkurborgar hefur annar eins fjöldi íbúða staðið ókláraður yfir eins langt tímabil og síðastliðin 5 ár. Það á sama tíma og það hefur sjaldan verið eins lítið framboð á íbúðum. Það á sama tíma og það hefur sjaldan verið eins lítið bætt við af fullkláruðum íbúðum. Það á sama tíma og Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri í Reykjavík.

Borgarstjórinn og meirihlutinn í borginni hafa verið dugleg að stæra sig af því að 2017 hafi verið metár í úthlutunum lóða. En það var ekki seinna vænna á þessu kjörtímabili en að byrja að úthluta lóðum af einhverjum krafti. En í mars á síðasta ári var staðan þessi eins og sést hér, að Reykjavík ásamt Garðabæ voru langtum aftast í lóðaúthlutunum miðað við hin sveitarfélögin í kring það sem af var af kjörtímabilinu, leiðrétt er fyrir íbúafjölda.

lodirpribua

Of lítið og of seint

En hvað sem því líður, þá býr fólk ekki á úthlutuðum lóðum eingöngu. Fólk þarf fullgerðar íbúðir til að búa í. Metár í úthlutunum er lítið annað en uppsöfnuð þörf. Það er lítið mál að halda úthlutunum í skefjum í 3 ár og springa svo út með þær á 4 árinu og slá sig til riddara fyrir vikið.  Líta um leið framhjá því að það hefði verið hægt að byggja og klára stóran hluta af þessum íbúðum ef þeim hefði verið deilt út jafnt og þétt.

Enda ef við skoðum fjölda fullgerðra íbúða í Ársskýrslu Byggingarfulltrúa Reykjavíku, þá sést að það er hvergi nærri neitt metár. Enda vita það allir sem eru á leigumarkaði eða að leita sér að húsnæði, að það hefur ekki verið annar eins skortur í manna minnum. Þessi skortur er hluti af þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þeir hafa haldið að sér höndum með að byggja upp á auðveldum stöðum í úthverfum til að freista þess að byggja á dýrum lóðum sem eru meira miðsvæðis. Fyrir þessa stefnu blæðir ungt fólk í leit að sinni fyrstu íbúð í dag.

Fullgerðar

Raunar væri sanngjarnara að skoða þessa mynd sem hlutfall af fólksfjölda. Því það eru auðsjáanlega mikið fleiri sem þurfa íbúð í dag heldur en fyrr á tíðum, þegar borgin var ekki svo fjölmenn sem hún er nú.

Klaradpr1000

Hér sést hversu illa uppbyggingin er að mæta þörfinni. Jafnframt sést hvernig þörfin hefur safnast upp. Maður skildi ætla að byggingarverktakar næðu að maka krókinn í svona skorti og gætu selt íbúðir eins hratt og þeir geta látið hamarshöggin dynja.

OklaradUmframKlarad

En staðreyndin er sú að hér hefur safnast upp þvílíkt magn af ókláruðum íbúðum að annað eins hefur ekki þekkst í sögu borgarinnar. Hver skildi ástæðan fyrir þessu vera? Það skildi þó ekki vera að lóðirnar sem fékkst leyfi til að byggja á séu svo dýrar að það finnist ekki kaupandi eða fjármagn til að klára bygginguna?

Ábyrgðin er mikil

Ábyrgð núverandi borgarstjórnarmeirihluta á þessum skorti er mikil. Þéttingarstefnan hefur brugðist. Nú er mál að linni. Við þurfum að fara í stórátak hér í borginni. Útþenslustefna þarf að taka við og það þarf að mæta þörfinni fyrir ódýrar lóðir og íbúðir á viðráðanlegu verði hratt! Núverandi borgarstjórn undir forystu Dags B. hefur sýnt að þau muni ekki gera þetta.

 

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum 14. febrúar 2018

Reykjavík er þéttbyggðari en flestar borgir af svipaðri stærð

THettni_Minni

Því hefur verið haldið fram að Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) sé dreifbyggt. Það er sagt megin orsök þess að umferðarmenning sé ekki nógu góð hér á álagstímum. Því er haldið fram að það sé nauðsynlegt að þétta byggð til að leysa umferðarvandann, því þá verði hagkvæmt að vera með léttlest og meiri strætó. Allt núgildandi Aðalskipulag tekur mið af þessu. Þessi kenning er líka megin ástæðan fyrir því að Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar með að úthluta lóðum fyrir íbúðir og með því skapað einn mesta íbúðarskort í sögu landsins. Í þeirri von að það verði þannig meiri þétting á byggð og það lagi umferðina.

Til að sýna fram á að Reykjavík sé dreifbyggð í Aðalskipulagi erum við borin saman við Kaupmannahöfn og Osló sem æskilegt viðmið, sem eru 10-20x stærri borgir. En staðreyndin er að Reykjavík er þéttbyggðari en flestar borgir í svipaðri stærð. Ég tók saman samanburð yfir allar borgir með 100-300 þús íbúa sem tölur voru aðgengilegar fyrir. Þar sést að Höfuðborgarsvæðið er nokkuð yfir miðgildinu hvað varðar þéttni. Ég er að undirbúa stóra greinargerð um þetta mál og fleira þessu tengt sem mun birtast á síðum einhvers blaðs á næstunni. Fylgist með..

Ef þér líkar við skrif mín, íhugaðu þá að gerast styrktaraðili.