Nyrsta Léttlest Veraldar

Trondheim_Strassenbahn

Í Þrándheimi er starfrækt nyrsta léttlest veraldar. Eða alveg þangað til fyrirhuguð Borgarlína verður tekin í notkun hér á höfuðborgarsvæðinu. Gråkall Banen, eins og hún er kölluð var opnuð árið 1903 og flutti 4,3 milljónir farþega þegar mest var árið 1918. Þrándheimur er að mörgu leiti sambærileg borg við Reykjavík. Báðar borgirnar liggja á svipaðri breiddargráðu. Reykjavík 64,1° norður meðan Þrándheimur er 63,4° norður.  Borgirnar hafa svipaðan íbúafjölda. Á þeim tíma sem Gråkall Banen var tekin í notkun voru lestar það flottasta sem hægt var að fá í samgöngum. Annars varð fólk að láta sér hesta, hjólhesta eða tvo jafnfljóta nægja.

1- DaglegarFerdir

Sagan illa fer..

Í þrándheimi er hinsvegar léttlestin svo lítið notuð undanfarna áratugi að hún var aflögð á tímabili. Þegar bifreiðin kom til sögunnar og vegabætur, varð fjölskyldubíllinn smám saman vinsælasti ferðamátinn. Kannski er það veðurfarið sem gerði þetta af verkum. Eða þá að fólk kann vel við frelsið sem fylgir því að geta farið á milli staða án mikillar fyrirhafnar eða fyrirfam skipulagningar. Reyndar eru frændur okkar í Noregi töluvert duglegri að ganga, ef marka má Þrándheim. Í Þrándheimi eru þrátt fyrir það um 2 bílar á hverju heimili. Um helmingur allra ferða, hvort sem er til vinnu eða utan eru farnar með fjölskyldubílnum. Samt sem áður töluvert minna en í Reykjavík sem er í kringum 75 prósentin.

2- Modes_trondheim

Flugið vinsælla en lestin

Það vakti athygli mína að samkvæmt tölum frá Norskum ferðamálayfirvöldum er ferðast meira til vinnu í Þrándheimi með flugi en með léttlestinni. Eflaust er það ekki fólk sem fer á hverjum degi, því þessar tölur miða við einn dag í tíma. Þannig að þetta er fjöldinn sem einhver fer með flugi. En líkt og í nánast öllum borgum á stærð við Reykjavík er bifreiðin vinsælasti máti samgangna hjá almenningi. En allar vélvæddar almenningssamgöngur samlagt í Þrándheimi eru 12% allra ferða. Það er 3x meira en hlutdeild strætó Reykjavík nú. Bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að Strætó í Reykjavík muni ná 12% árið 2030 ef það tekst að þétta byggðina nógu mikið. Það er ekki gert ráð fyrir að fólk muni finna það hjá sjálfu sér.

Reykjavík ekki eins dreifð og af er látið

Stundum er sagt að Reykjavík sé svo dreifbyggð að það sé ástæðan fyrir að illa gangi að venja borgarbúa við strætó. En höfuðborgarsvæðið er mjög nærri því jafn þétt byggt eins og Þrándheimur. Og raunar ef við skoðum allar borgir sem tölur eru til um á íbúafjöldabili 100.000 – 300.000 íbúar sést að höfuðborgarsvæðið er nokkuð yfir miðgildinu. Þessar tölur spanna yfir 354 borgir.

3- THettni_Minni

Hér á næstu glæru sést að það eru ekki endilega fjölmennari borgirnar sem eru þéttari heldur. Þó að tölfræðin sýni að það sé ákveðin fylgni á milli stærðar og þéttleika byggða ef allar stærðir borga eru skoðaðar (næsta glæra þar á eftir). Athugið að íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu miðast við þær aðferðir sem notað eru í heimild, sem gildir þá jafnt yfir allar samanburðarborgir.

4- Dreifing_Þéttni

5- thettniALLAR

Óraunhæfur samanburður borgaryfirvalda

Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 eru forsendur fyrir því að þétta byggð reifaðar. Þar er talið nauðsynlegt að þétta byggð til að hægt sé að skipuleggja strætó/léttlestarsamgöngur betur. Þar er Höfuðborgarsvæðið borið saman við Kaupmannahöfn og Osló, í stað þess að skoða borgir sem eru af svipaðri stærð.

6- adalskipulag

Tölfræðiframsetning úr Aðalskipulagi 2010-2030

Ég blæs á þennan samanburð, þó það sé metnaðarfullt að líkja sér saman við þá stórborgir, þá verðum við samt að vera með fætur á jörðinni. Við eigum langt í land með að verða eins og þessar borgir. Með stærðarhagkvæmni er hægt að gera ótal hluti. Ef Reykjavík væri 10 eða 20x fjölmennari, þá væri líka meiri náttúruleg eftirspurn eftir þéttari byggð. Því tilhneyging er alltaf að vilja búa nærri kjarnanum. En í fámennari borgum eru færri að berjast um að vera nærri kjarnanum.

7- Land_Reykjavikurborgar

Svo kemur í ljós að þær þéttnitölur sem hér er stuðst við fyrir Reykjavík taka með hálft Kjalarnesið og allt upp á topp Esjunnar. Ég veit ekki til að það sé nein byggð uppi á Esjunni. Sá hana í það minnsta ekki þegar ég kom þar síðast.

 

Hér sést svæðið sem þarf að taka með í reikninginn til að fá þá niðurstöðu að Reykjavík sé dreifbyggð borg

Samanburðartölurnar sem ég styðst við  notast við sanngjarnari aðferðafræði. En þar er samfelld byggð talin saman út frá gervihnattamyndum. Þar er Kaupmannahöfn 2000 íbúar á ferkílómeter með þeim sveitarfélögum sem eru óslitin við, en ekki 5910 eins og kemur fram í Aðalskipulagi. Víst er að í Aðalskipulagi er aðeins mælt svæðið sem tilheyrir ákveðnu sveitarfélagi, en ekki tekin með öll nærliggjandi byggð sem er allt um kring. Þeir geta ekki heimilda varðani þessar tölur, svo það er erfitt að segja. Eflaust má deila lengi um smáatriði í því hvernig mismunandi aðferðir í þessu eru misjafnlega góðar. En það verður þá að bera saman tölur sem beita sömu aðferð í öllum tilfellum. Það lítur ekki út fyrir að það hafi verið gert hjá borgaryfirvöldum.

Að auki er það gagnrýnivert að telja saman gangandi, hjólandi og „almenningssamgöngur“. Nema þá til að gera fjölskyldubílinn tortryggilegan. Sem er kannski ástæðan fyrir að Houston er líka höfð með. Sem er alræmd bílaborg og ein versta umferðarteppa Bandaríkjanna. Ef frá eru taldar t.d. Washington, Chicago og New York, sem eru reyndar allar með nokkuð öflugar almenningssamgöngur.

Einkabíllinn er líka „Almenningssamgöngur“

Samkvæmt áður nefndu Aðalskipulagi eru um 75% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar með einkabíl. Þetta er almenningur sem mannar þessa bíla. Að tala um að það sé eitthvað „einka“ mál er í besta falli ólýðræðislegt. Ísland er eitt mesta velmegunarsamfélag veraldar og hér hefur stór hluti almennings efni á að eiga og reka bíl. Fólk kýs að fara ferða sinna á bíl því hér hefur það frelsi og aðstöðu til þess. Það ætti að vera okkar hlutverk sem erum í stjórnmálum að hlusta á vilja fólksins og reyna að framkvæma hann. Það er ekki hlutverk okkar að reyna að stýra vilja fólks í annan farveg. Þess síður þegar það er svo mikill meirilhluti sem um ræðir.

Ég ákvað að taka fyrir eina borg sem er í svipaðri stærð og Reykjavík, á tiltölulega norðlægum slóðum og er mikið þéttari. Rak ég þá augun í borgina Luton sem er flugfarþegum eflaust kunn.

Ef borgin væri tvöfalt þéttari, væri léttlest þá hagkvæm?

Í Luton er þéttnin um 5.100 íbúar á Km² en íbúafjöldinn er í kringum 260.000. Maður gæti haldið að borg jafn þétt eins og Luton hlyti að nota léttlestar og sérstakar akreingar fyrir hópferðabíla í hrönnum. Því ekki einu sinni í blautustu draumum núverandi borgarstjórnar næði Reykjavík slíkri þéttingu byggðar.

 

Líkt og aðrar borgir þarna í kring eru lestarsamgöngur inn og út úr bænum. Sérstaklega þar sem einn stærsti alþjóðlegi flugvöllur landsins er í borginni.  En það eina sem líkist léttlest eða Borgarlínu í Luton er tenging borgarinnar við flugvöllinn. En þangað liggur sérstök hraðvagnaakrein til að ferja starfsfólk og gesti á milli. En það er ekki margar línur í öll úthverfin, þvers og kruss um alla borgina. Það er aðeins ein lína sem liggur nokkuð beint þvert yfir stórt svæði. Það mætti frekar hugsa sér að Borgarlína gengi upp í Reykjavík ef það væri mögulegt að þjóna nógu mörgum með einni línu. Íbúafjöldinn er hreinlega ekki nógu mikill hér til að það borgi sig að fara í margar línur með allskyns tengingum.

Kannski er þéttnin ekki vandinn

Ef við skoðum hinsvegar loftmynd af Luton sést að það er etv. annað en þéttnin sem stendur Reykvíkingum fyrir þrifum. Heldur er það staðsetning miðbæjarins og samgönguæðar þar að. Í Luton er hægt að nálgast miðbæinn úr nánast öllum áttum. Enda engin strönd að þvælast fyrir þeim. Í Reykjavík er það að mestu úr sömu áttinni. Á myndinni hér að neðan eru borgirnar settar hlið við hlið í réttum stærðarhlutföllum. Ég reyndi eftir bestu getu, en þó með nokkurri fljótfærni, að lita þéttbýlissvæðin sterkum litum og skilja græn svæði eftir.

8- Luton_RVK

Tölur frá: http://www.demographia.com/db-worldua.pdf

Þrándheimur á við svipaðan vanda að etja eins og Reykjavík að einhverju leiti með miðbæinn. Nema það sem verra er að miðbærinn er nánast ein eyja og takmarkast umferð við brýr sem þangað liggja.

En við í Reykjavík eigum samt tækifæri á að bæta aðgengi að miðbænum sem ég hef áður reifað. Það kalla ég Nesjabrautina. Teiknaði ég hana inn á myndina þar sem Þrándheimur og Reykjavík  liggja saman. Það myndi bæta við alveg nýrri átt til að koma að miðbænum. Þetta væri mikil lausn á umferðarvandanum.

9- Trondheim_Rvk

Tölur frá: http://www.demographia.com/db-worldua.pdf

Stærðin vinnur með okkur

Alveg eins og stærðin vinnur með borgum sem eru með öflugar „almenningssamgöngur“ þá vinnur stærðin með okkur í því að hér eru ekki nærri of margir íbúar til að allir geti ekki farið akandi allra sinna ferða. Ekki að það ætti að vera markmið, heldur má þá frekar vinna áfram með strætó og efla það kerfi sem fyrir er. En það er margt sem má bæta í gatnakerfinu. Margar bestu úrbæturnar þurfa heldur ekki að kosta mikið. Allar úrbæturnar sem við þurfum til að svífa á skýi í vinnuna hvern dag, hvort sem er með strætó eða einkabíl, má gera fyrir brot af þeim pening sem Borgarlínan mun kosta. Ég mun fara í tillögur að úrbótum á gatnakerfinu á næstunni inni á vefsíðu minni: vidarfreyr.is

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum þann 23. janúar 2018

Reykjavík er þéttbyggðari en flestar borgir af svipaðri stærð

THettni_Minni

Því hefur verið haldið fram að Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) sé dreifbyggt. Það er sagt megin orsök þess að umferðarmenning sé ekki nógu góð hér á álagstímum. Því er haldið fram að það sé nauðsynlegt að þétta byggð til að leysa umferðarvandann, því þá verði hagkvæmt að vera með léttlest og meiri strætó. Allt núgildandi Aðalskipulag tekur mið af þessu. Þessi kenning er líka megin ástæðan fyrir því að Reykjavíkurborg hefur dregið lappirnar með að úthluta lóðum fyrir íbúðir og með því skapað einn mesta íbúðarskort í sögu landsins. Í þeirri von að það verði þannig meiri þétting á byggð og það lagi umferðina.

Til að sýna fram á að Reykjavík sé dreifbyggð í Aðalskipulagi erum við borin saman við Kaupmannahöfn og Osló sem æskilegt viðmið, sem eru 10-20x stærri borgir. En staðreyndin er að Reykjavík er þéttbyggðari en flestar borgir í svipaðri stærð. Ég tók saman samanburð yfir allar borgir með 100-300 þús íbúa sem tölur voru aðgengilegar fyrir. Þar sést að Höfuðborgarsvæðið er nokkuð yfir miðgildinu hvað varðar þéttni. Ég er að undirbúa stóra greinargerð um þetta mál og fleira þessu tengt sem mun birtast á síðum einhvers blaðs á næstunni. Fylgist með..

Ef þér líkar við skrif mín, íhugaðu þá að gerast styrktaraðili.

Sofandi að rauðu ljósi

Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að þétta byggð undanfarin ár með því að úthluta færri lóðum í úthverfum og úthluta fyrir kústaskápaíbúðum í miðbænum í staðinn sem eru að meðaltali um 80,2fm.

 

Á kjörtímabilinu hefur borgarmeirihlutinn aðeins úthlutað 6 lóðum fyrir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum á sama tíma og þörfin er metin vera um 5000 íbúðir. Í tölum sem teknar voru saman í mars sl. kemur fram að frá síðustu kosningum hefur Reykjavíkurborg úthlutað 317 lóðum fyrir íbúðarhúsnæði. Meðan Kópavogur úthlutaði 348 lóðum, Hafnarfjörður 329 og Reykjanesbær með 359.

lodirpribua

Á myndinni hér [Lóðaúthlutanir pr. 1000 íbúa] má sjá hvernig Reykjavíkurborg hefur því dregið lappirnar með hlutfallslegar lóðaúthlutanir. Borgin hefði þurft að vera með 3x fleiri úthlutanir til að sinna skyldu sinni og vera í kringum meðaltalið hjá nágrannasveitafélögum. Garðabær má líka fá skömm í hattinn fyrir að leggjast ekki fastar á árarnar.

Enda hefur íbúðaverð rokið upp á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa heimatilbúna vanda. Svo ekki sé minnst á að það er orðið ógerlegt að fá íbúð leigða. Þetta er óhjákvæmileg afleiðing af því að stærsta sveitarfélagið á svæðinu setur handbremsuna á uppbyggingu.

Þessi þrjóska við að úthluta íbúðum er komin til vegna þess að borgarmeirihlutinn vill gera hvað sem er til að þétta byggð í borginni. Jafnvel þó það kosti umtalsverð óþægindi fyrir íbúana. Þetta er gert með það samfélagslega markmið að fólk geti tekið strætó í vinnuna eða gengið og hjólað einhverntíman í fjarlægri framtíð. Hugsunin er sem sagt sú að ef það búa nógu margir nógu þétt, þá þurfi fólk ekki að ferðast eins mikið innan borgarmarkanna.

Það eru margir gallar við þessa hugsjón. Fyrir utan að það er á mörkum góðs siðferðis að reyna að þröngva samgönguvenjum fólks í aðra átt en það vill og reyna að þröngva fólki til búsetu við skilyrði önnur en náttúruleg þróun á húsnæðismarkaði myndi óhjákvæmilega leiða til. Það sem gerist þegar fólk fær ekki lóðir í Borginni er að það flýr þá til nágrannasveitarfélaga. Það verður að teljast ósennilegt að það hjálpi með þéttingarmarkmiðin. Því stórir hlutar þessa fólks vinnur og starfar áfram í borginni.

AukningIbua

Myndin hér [Munur á aukningu á íbúafjölda milli Reykjavíkur og Kragans] sýnir hverslags ógjörningur þessi þétting byggðar er. En þarna sést að 1998 var síðasta árið þar sem íbúafjöldi í Reykjavík jókst umfram íbúafjölda í Kraganum. Þetta þrátt fyrir að Reykjavík er lang fjölmennasta sveitarfélagið. Þessari þróun verður ekki snúið með að þrengja að fjölskyldubílnum og hætta að úthluta íbúðalóðum í úthverfum.

Strætósamgöngur, Borgarlína, hjólreiðar og göngustígar munu ekki heldur mæta þessari þróun. Mér virðist sem Borgarstjórnarmeirihlutinn sé að aka sofandi að rauðu ljósi. Fólk sem býr í úthverfum og Kraganum er að fara að upplifa gríðarlega lífskjaraskerðingu ef þessum áætlunum um þéttingu byggðar og þrengingu gatna verður ekki snúið við. Þegar sífellt stærri hluti dagsins fer í að sitja föst í umferðaröngþveiti. Við hjá Miðflokknum viljum snúa þessari þróun við. #xm

Ef þér líkar við skrif mín, íhugaðu þá að gerast styrktaraðili.

Ferðavenjustjórn

Það er áhugavert en um leið sorglegt að lesa viðhorf sem birtist í skýrslu Samtaka Sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu til skipulagsmála.  Þar er títt nefnt að „breyta ferðavenjum fólks“.  Eins og það sé hlutverk stjórnmálamanna að diktera um slíkt.

marmid_um_ferdavenjur

Spurning er hvort það ætti etv. að sleppa því að kjósa Borgarstjórn eða hafa sérstakar kosningar á ‘Ferðavenjustjóra’? Ég er ekki viss um að borgarar séu almennt meðvitaðir um að stjórnmálamenn séu í hroka sínum að taka sér þetta vald.

10 milljarðarnir engu skilað

Þrátt fyrir að búið sé að ráðstafa 10 milljörðum í að ‘breyta ferðavenjum’ með það að markmiði að fá fólk til að hjóla, ganga og taka strætó. Þá hefur það litlu skilað. En menn ætla samt að hala áfram á sömu braut.. eða hjólreiðastíg.. og vona það besta.

aukning_almenningssamgangna

Hérna má sjá hvernig ráðgert er að bílaumferð muni hætta að aukast skynilega í framtíðinni. En gangandi og hjólandi munu tvöfaldast. Vonum að það verði betra veður árið 2030..

hjola_og_ganga

Væri ekki hreinlegra að banna einfaldlega fjölskylubílinn í borginni? Nei, ég segi svona.

Heimild: https://ssh.is/images/stories/Samgongumal/2017_Greinagerd_Umferdarspa_2030_LOKA.pdf