Nútíma Hollensk hringtorg – Séð frá sjónarhorni hjólreiðamannsins

202ee5e3a1a9a25c0cb8edf208a56538

Hringtorg eru mikið öruggari og skilvirkari kostur fyrir gatnamót í þéttbýli sem og dreifbýli. Ekki síst fyrir hjólandi og gangandi. Þetta hafa Hollendingar reynslu af. Og nú eru þeir búnir að finna upp nýja tegund af tveggja-akreina hringtorgum, sem eru nærri jafn örugg eins og þessi með einni akrein.

Á Íslandi er reynslan misjöfn af hringtorgum. Því hér eru bæði gamaldags hringtorg í bland við nútímaleg. Þessi gömlu, sérstaklega þau sem eru tveggja akreina, er hægt að bæta með því að horfa til reynslu Hollendinga.

Hringtorg fækka slysum á fólki um 75% og banaslysum um 90%. Að auki fækkar árekstrum um 37%. Alvarleg slys, háhraða slys, nánast þurrkast út. Og flæði gegnum hringtorg er talið vera kringum 40% meira en á samskonar gatnamótum. Þetta er marg rannsakað. Enda setja Holleningar nú niður hringtorg eins og þeir eigi lífið að leysa. Í Ameríku eru menn líka farnir að kveikja á perunni og eru mörg ríki farin að koma með sínar eigin hönnunarleiðbeiningar, sem taka líka mið af Hollenskri reynslu.

 

 

 


Myndbandið er fengið að láni með góðfúslegu leyfi frá: Bicycle Dutch. EN maður sá er hjólreiðamaður í Hollandi, eins og nafnið gefur til kynna. Hér er hans ágæta heimasíða: https://bicycledutch.wordpress.com/
Hér má líta upprunalega myndbandið (á ensku): https://youtu.be/41XBzAOmmIU

Gatnrýni: Biðin við Kringlumýrarbraut

beygjurein.png

Hér þarf maður að bíða í röð í 10-15 mínútur til að beygja til hægri inn á Miklubraut til vesturs. Það er vegna þess að beygju-frárein þarna er c.a. 2ja metra löng. Það er nóg pláss til að hafa hana 100metra langa. Það myndi greiða fyrir umferð og spara mörgum biðina sem þurfa að komast vestur í bæ á álagstímum. Enda sjást líka merki þess að menn eru búnir að bíða þarna og orðnir mjög óþolinmóðir í vegkanntinum fyrir framan fráreinina. En er einhver vilji til að breyta þessu?

beygjurein2.png

Umferð tafin vísvitandi

Hér er eitt dæmið um áhugaleysi til að greiða fyrir akandi umferð hjá borgaryfirvöldum. Það sjá allir sem keyra þarna framhjá hve lítið mál væri að laga þetta. Það sjá væntanlega líka þeir sem bera ábyrgð á því að laga þetta.

Það eru nánast tvær strætisvagna-breiddir milli biðskýlisins og götunnar, þar sem vagninn stöðvar í dag. Ef það skyldi ekki duga til að útbúa útskot fyrir vagninn fyrir framan biðskýlið, þá er nægt pláss fyrir aftan skýlið ef það þarf að færa.

Þessi strætóstoppistöð tefur morgunumferðina úr Vesturbænum og veldur slysahættu þegar bifreiðar sveigja í ofboði yfir á vinstri akrein, líkt og bíllinn sem bleika örin bendir á er að gera á myndinni. Ég keyri þessa leið á hverjum degi til vinnu og raunar reyni ég bara að passa mig að lenda ekki á hægri akrein þegar ég kem út af hringtorginu.

Það eru smámunir sem kostar að laga þetta og það sjá allir hve vitlaust þetta er sem hafa keyrt þarna hjá. Raunar er það undirstrikað hver óheppilegt er að bifreiðast stöðvi þarna með því að það er máluð gul lína á vegbrúnina, sem bannar ökutækjum að stöðva.. nema auðvitað strætó.

Vanamálið er því ekki skortur á fé eða góðri lausn heldur ALGJÖRT áhugaleysi borgaryfirvalda til að gera nokkuð sem greiðir fyrir akandi umferð.

Strætó slítur götum veldisvaxandi meira

Nú er ég enginn sérfræðingur í malbiki. En það er augljóst að slit er margfalt meira á þeim stöðum sem aðeins strætó keyrir um. Svo sem sérakreinar og við stoppistöðvar. Það má leiða líkur að því að svifryksmengun sé mikil af völdum strætó. Það mun aukast til muna með þyngri vögnum, eins og fyrirhuguðum borgarlínuvögnum. Sem eru þá ekki það skref til að minnka svifryk sem þeir hafa sagðir vera. Helmingur alls svifryks kemur úr malbiki skv. Íslenskri rannsókn.

Borgarlínuvagnar með 11 tonna öxulþunga eru á mörkum leyfilegs öxulþunga. Ekki munu þeir skemma göturnar minna en þessar myndir sýna.

5 nýjir spítalar á nýjum stað (myndasyrpa)

Í Danmörku er verið að byggja nokkra nýja spítala í bæjum sem eru með spítala fyrir. Í stað þess að fara þá leið að plástra verulega við gamla spítalann, er farin sú leið að byggja frá grunni á nýjum stað. Enda er það alkunna að slíkt er fljótt að borga sig. Þessir spítalar þjónusta allir fólksfjölda á við Íslensku þjóðina eða meira. Allir þessir spítalar eru einvörðungu með einstaklingsherbergi (líkt og reyndar með nýbyggingar við LSH). Það er talið nógu hagkvæmt í dag og dregur út smithættu, fyrir utan að auka þjónustustig til muna.

tafla

Hér á eftir fylgja gervihnattamyndir þar sem búið er að merkja með Rauðum hring hvar nýr spítali verður byggður. Þá er merkt með Ljósbláum hring hvar gamli spítalinn er, sá sem verður í einhverjum tilfellum lagður alveg niður.

Herning.PNG

herning2.PNG
Spítalinn í Herning er langt kominn. Enda olnbogarými ágætt fyrir byggingarframkvæmdir.

Hillerod.PNG

NewZealeand
Nýr spítali fyrir N. Sjáland, í Hillerod. Nóg er plássið.

Odense.PNG

Odense2.PNG
Bílastæðahús eru óþörf. Nægt rými á nýja staðnum við Odense.

aarhus.PNG

aarhus2.PNG
Spítalinn í Aarhus verður sá stærsti í Danmörku. Byggingamagn á við meðal þorp. Samt rými til að stækka meira.

aalborg

aalborg2
Mest öll starfsemin á gamla spítalanum fer yfir á þann nýja. Fyrir utan allra nýjustu byggingarnar á gamla staðnum.

Ef við hugsuðum eins og danir..

Rvk.PNG

Að slá svifryki í augu kjósenda

Grein mín um áhrif borgarlínu á svifryksmengun birtist í Kjarnanum nýverið:

https://kjarninn.is/skodun/2018-03-30-ad-sla-svifryki-i-augu-kjosenda/?utm_content=buffer7ac40&utm_medium=social&utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer

Að slá svifryki í augu kjósenda

Helsta uppspretta svifryks í Reykjavík er malbikið. Það er engin tilviljun heldur að svifrykið mælist í mestu hæðum á sama tíma og götur eru allar í holum. Rannsókn á vegum sænskra ferðamálayfirvalda komst að þeirri niðurstöðu að því meira sem slit á vegum er, þeim mun meiri svifryksmengun hlýst af því. Það er því nokkuð taktlaust af meirihlutanum í borginni að ætla að leysa vandann með Borgarlínu sem mun ganga með nokkurra mínútna millibili. Risavöxnum strætisvögnum sem spæna upp götur á við þúsundir bifreiða.

Heimild: UPPRUNI SVIFRYKS Í REYKJAVÍK Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2015 28.06.2017

Heimild: UPPRUNI SVIFRYKS Í REYKJAVÍK Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2015 28.06.2017

5% allrar eyðingar á götum verður að svifryki

Sænskir skoðunarmenn hafa líka komist að því að götur sem er illa viðhaldið mengi enn meira. Því þar getur rykið safnast fyrir í meira magni og slit á hjólbörðum verður mun meira. Finnsk rannsókn leiddi í ljós skýra tengingu milli þess hve götur voru slitnar og hversu mikil mengun var í kringum þær.

Hér sést búnaður notaður til að mæla áhrif öxulþunga á slit í malbiki.

Vitlaust efni notað?

Það er ekki hægt að skella allri skuldinni á borgarstjórn, þótt ábyrgð þeirra sé mikil varðandi að þrífa hvorki götur né halda þeim við. Því það skiptir miklu máli úr hverju götur eru gerðar. Grófari möl í gatnagerð minnkar svifryk og slit til muna. Verktakar sem leggja göturnar hafa um nokkurt skeið bennt á að yfirvöld hafi verið að pissa í skóinn sinn þegar kemur að lagningu vega og tekið skammtímasparna út í skiptum fyrir langtíma tap.

Mismunandi gróf möl í malbiki. Slit er minna með grófari möl. En hávaði frá umferð verður meiri.

Þyngri ökutæki skemma malbik veldisvaxandi meira

Toyota Yaris bifreið er um 1122Kg að þyngd með einum farþega, eins og einkabílar eru gjarnan á álagstímum. Þriggja öxla liðvagnar, líkt og kynnt hefur verið að Borgarlínan muni verða, eru í kringum 29.700Kg með fullfermi af farþegum (hvort sem það er rafmagns eða hybrid). Munurinn á þyngd er nærri 26,5x. Skýrsla á vegum Endurskoðunarembættis alríkisins í Bandaríkjunum (e. General Accounting Office) segir að það megi taka hlutfallslegan mun á þyngd í fjórða veldi til að finna út samsvarandi fjölda ferða á léttara ökutækinu varðandi eyðingu á vegi. Þetta súlurit sýnir þá áhrifin á slit malbiks talin í fjölda ferða á Yaris bifreið. Sem sagt: ein ferð á Range Rover slítur malbiki á við 13 ferðir á Yaris. Fullmannaður strætisvagn slítur malbiki á við 66.240 ferðir á Yaris og fullmannaður Borgarlínuvagn slítur malbiki á við 490.969 Yaris ferðir um sama malbik.

Útreikningar með fjórða-veldis reglunni með Toyota yaris bifreið sem viðmiðið.

Enda komast yfirvöld í Ameríku að þeirri niðurstöðu í sinni skýrslu: „Þung og ofhlaðin ökutæki eru meginorsök slits á þjóðvegum.“ Þeir segja einnig að aðeins lítið hlutfall slíkra bifreiða minnki líftíma vega umtalsvert.

Þetta hljómar eins og hreint ótrúlegur munur. En það er auðvelt að skilja hvers vegna þetta er. Ef við myndum t.a.m. pota lauflétt á ennið okkar tæki töluverðan fjölda endurtekninga til að áhrifin yrðu þau sömu eins og að fá múrstein í höfuðið. Einn Yaris er hreinlega ekki nógu þungur til að hafa nein teljandi áhrif á malbikið. Ef það væru aðeins Yaris bifreiðar að keyra um borgina, myndi að líkindum líða mjög langur tími þar til göturnar okkar slitnuðu af einhverju ráði.

Áfram veginn!

Ljóst er að Borgarlínudraumar eru ekki aðeins útópísk lausn á umferðarvanda, heldur hreint engin lausn á umhverfisvanda. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að bæta vegakerfið með því að laga vegina og koma þeim í það besta ástand sem hægt er. Það er fjárfesting sem sparar gríðarlega fjármuni í viðhaldi ökutækja, ferðatíma, eldsneytiskostnaði og ekki síst í færri slysum. Umhverfisáhrifin eru ótvíræð af því að hafa göturnar í lagi og leggja nýja vegi þannig að sómi sé af. Þarna gæti Sundabraut líka komið sterklega inn til að mæta þörf fyrir slitsterkann veg fyrir þungaflutninga til og frá borginni. Sundabrautin, ef vel væri í hana lagt, gæti orðið til að minnka mengun í borginni meira en nokkuð af glæruloforðum borgarstjórans.

Hugsum lengra en Hringbraut

Nýja-Kalnes-sjúkrahúsið-í-Noregi
Nýr spítali við Kalnes í Noregi
vfgak
Grein eftir Önnur Kolbrúnu Árnadóttur, þingmann Miðflokksins og Viðar Freyr Guðmundsson, frambjóðanda í Reykjavík.

 

 

 

 

 

 

Í Fréttablaðinu birtist grein nýverið þar sem rakin er saga uppbyggingar Landspítalans – Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Þar  birtist eftirfarandi tímalína:

Skautad_yfirSogu
Söguskoðun sem birtist í Fréttablaðinu. Margt athugavert þarna, ekki síst því sem er sleppt.

 

Í umræddri grein er eftirfarani fullyrðing:

„Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. “

En þessi fullyrðing er fjarri sanni og stenst enga skoðun. Ekki heldur tímalínan sem fylgir greininni. Við setjum því saman hina raunverulegu og réttu tímalínu:

Hin rétta tímalína

SagaLSH-Timalina.png

2001 – Ementor gerir úttekt á Fossvogi og Hringbraut. Niðurstaða: Best væri að byggja nýjan spítala frá grunni. Ef ekki sé hægt að byggja frá grunni, þá sé best að byggja í Fossvogi, ekki Hringbraut. Því þar séu byggingar meira og minna ónýtar og erfitt verði að byggja upp spítala sem virkar vel sem heild. Þessari niðurstöðu var snarlega stungið undir stól og helst ekki talað um þessa skýrslu meir, nema þá til að vitna í einhverja aðra kafla hennar heldur en hinar réttmætu niðurstöðu.

2001 – Sænskir arkitektarnir WHITE, sem höfðu um nokkuð skeið unnið að skipulagi spítalans við Hringbraut eru fengnir til að bera saman sitt eigið skipulag við hugsanlegar framkvæmdir við Vífilsstaði og Fossvog. Þeir gefa sjálfum sér topp einkunn, eðlilega og mæla með að halda áfram að byggja við Hringbraut.

2002 – Heilbrigðisráðherra setur saman 5 manna nefnd, skipaða forystufólki úr Landspítalanum, Heilbrigðisráðuneytinu og Háskólanum. Sjálfsagt kom þá fáum á óvart að sú nefnd vildi hafa framtíðarsjúkrahús við Hringbraut, nálægt Háskólanum. Þeirri skoðun er lýst í nokkurra blaðsíðna „skýrslu“. Helsta röksemdin sem þar kemur fram fyrir staðarvalinu: „Kostnaður við uppbyggingu við Hringbraut er minnstur af fyrirliggjandi valkostum, m.a. þar sem mest af nýtanlegum byggingum er þar.“  En varla þarf að taka fram að bygging nýs spítala frá grunni var ekki gefinn sem einn af fyrirliggjandi forsendum, sá kostur var einfaldlega ekki hafður með. Það má segja að eftir að þessi skýrsla kom út hafi Hringbraut endanlega fengið sinn sess í kerfinu. Enda vitna hagsmunaaðilar í þessa “skýrslu” sem gefur þá niðurstöðu að núna árið 2018 er ætlunin að reisa Landspítala eftir áliti og þar með forsendum sem voru í gildi árið 2002, forsendur sem eru 16 ára!

2003 – Ákveðið var að færa Hringbrautina til að koma nýja Landspítalanum fyrir.

2005 – Haldin alþjóðleg arkitektasamkeppni um stækkun Landspítala á Hringbraut. Hlutskarpastir eru dönsku arkitektarnir C.F.Möller ásamt samstarfsatarfsaðilum frá Noregi og Íslandi.

2008- Verður efnahagshrun og spítalaverkefnið er í uppnámi vegna þess.

2009 – Þar sem ríkið virðist vera búið að missa áhugann á verkefninu þá fær Landspítalinn sjálfur norska ráðgjafa til að meta áætlun sína um að byggja við Hringbraut. Kostirnir sem norsku ráðgjafarnir skoða eru 3 talsins: Óbreytt ástand, uppbygging við Hringbraut og enn meiri uppbygging við Hringbraut.  Niðurstaðan: Uppbygging við Hringbraut sé fýsilegstur þessara fjölbreyttu kosta. Enda sé líka dýrt að gera ekki neitt.

2010 – Er haldin alþjóðleg samkeppni um frumhönnun stækkunar Landspítala við Hringbraut. Íslenska teymið Spital er hlutskarpast en með þeim eru reynslumiklir sjúkrahúshönnuðir frá Noregi. Þá er líka stofnað opinbert hlutafélag um það markmið að byggja við Hringbraut (NLSH ohf.).

2013 – Allar skipulagsáætlanir samþykktar að hálfu Reykjavíkurborgar, enda vill borgin halda fast í stærsta vinnustað landsins.

2015 – Hagfræðistofnun HÍ gefur út skýrslu “Kostnaður og Ábati af smíði nýs Landspítala”, að beiðni Háskóla Íslands. Í þeirri skýrslu eru bornir saman tveir kostir: Óbreytt staða og mikil uppbygging við Hringbraut. Það þarf ekki að spyrja að niðurstöðum. En athygli vekur að í þeirri skýrslu segir líka: “Húsnæðiskostnaður er tiltölulega lítill hluti af kostnaði við að reka sjúkrahús. Því getur borgað sig að rífa gamlan húsakost, þótt hann sé langt frá því að vera kominn að hruni, ef ný hönnun er hagkvæmari. Ekki þarf að spara mikið í rekstri eða auka ábata um mörg prósent til þess að slíkar fjárfestingar geti borgað sig.” En möguleikinn að byggja frá grunni er að öðru leiti ekki reifaður í þessari skýrslu.

2015 – NSLH ohf fá KPMG til að útbúa glærusýningu, sem þeir kalla skýrslu enda ekki nema von þar sem þeir fengu aðeins viku til þess að vinna staðarvalsgreininguna. Glærusýning þessi, sem myndi ekki standast akademíska skoðun varðandi heimildavinnu, endurvarpar söguskoðun NLSH ohf. á því hvernig verkefnið um nýja Landspítalann við Hringbraut kom til. Þar er skautað yfir niðurstöðu Ementors, en þó er Ementor skýrslan notuð til að segja að Landspítalinn við Hringbraut sé of lítill. KPMG setja í byrjun skýrslunnar fyrirvara um „áreiðanleika og nákvæmni“  eigin skýrslu og hvítþvo hendur sínar af þeim upplýsingum sem þar birtast. En Samtök um Betri Spítala á Betri Stað gerðu ítarlega úttekt á þessari glærusýningu og leiðréttu margt sem þar kemur fram í svargrein.

2018 – Þingmenn Miðflokksins leggja fram tillögu um að gerð verði óháð fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús m.a. með tilliti til fjárhags-, gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála. Tillagan er sett fram þar sem þingmenn telja bæði rökrétt og skynsamlegt að taka stöðuna, athuga hvort forsendur séu þær sömu og þær voru fyrir 16 árum og einmitt með tilliti til fjárhags-, gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála. Nokkrir aðilar sendu Velferðarnefnd Alþingis umsögn um staðarvalstillöguna og einn þeirra, rektor HÍ gaf sér fyrirfram að ef farið væri í staðarvalsgreininguna myndi það hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir skólann. Það er nokkuð undarleg niðurstaða, þar sem að óháð, fagleg staðarvalsgreining gæti allt eins gefið Hringbraut sem besta kost og þar með engann aukinn kostnað fyrir HÍ. Ef niðurstaða staðarvalsgreiningar gæfi staðsetningu annarsstaðar er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að heilbrigðisvísindasvið HÍ fylgi með þegar sjúkrahúsið er reist á nýjum stað. Engin mótmæli komu fram frá öðrum Háskólum eða framhaldsskólum sem eru í samvinnu við Landspítalann.

 

Engin staðarvalsgreining enn

Nú er alveg ljóst að engin staðarvalsgreining hefur verið framkvæmd sem skoðar alla kosti. Aðeins hafa verið bornir saman kostirnir: Óbreytt ástand, Uppbygging við Hringbraut og Uppbygging í Fossvogi. Uppbygging við Vífilsstaði hefur ekki verið skoðuð með sannfærandi hætti. Aðrir kostir eru óskoðaðir, eins og til dæmis að byggja nýjan spítala frá grunni. Sem er það sem óháðu ráðgjafarnir Ementor mæltu með frá byrjun. Allar skýrslur síðan hafa aðeins verið gerðar til að staðfesta fyrirfram gefnar forsendur og ákvörðun stjórnvalda byggja þannig á forsendum fárra hagsmunaaðila. Þessar skýrslur eru ekki rangar, innan þess ramma sem þeim var ætlað að vera. Það er óneitanlega hagkvæmara að hafa spítalann allan á einum stað, frekar en eins og hann hefur verið. Það er ekkert rangt við þá niðurstöðu. En það segir ekki að spítalinn þurfi að vera við Hringbraut, eða að það sé ekki betri staður fyrir hann. Það er líka þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan spítala, frekar en að lifa við óbreytt ástand.  En það væri samt enn þjóðhagslega hagkvæmara að byggja hann frá grunni og á nýjum stað, segir reynslan erlendis frá. Þó svo það hafi ekki verið rannsakað sérstaklega hér heima þá má segja að tími sé til kominn.

Við erum ekki ein í heiminum

Víða um heim er verið að byggja spítala. Í Danmörku er verið að byggja hátt í 30 spítala þegar þetta er ritað. Sumir þeirra af svipaðri stærð eins og þjóðarsjúkrahúsið okkar þyrfti að vera. Það er því auðvelt að fá samanburð fyrir slíkt verkefni. Það tekur engin 2 ár að velja stað. Það tekur engin 10-15 ár að byggja. Ekki ef það er gert í útjaðri borgar, í stað þess að gera það inni í miðri borg. En í Danmörku eru flest þessara verkefna staðsett í útjaðri, þar sem aðkoma er góð og þar sem er nóg pláss til að stækka og auðvelt að koma aðföngum og byggingarefni til og frá verkstað. Einnig mun staðsetning í útjaðri gefa nálægð við náttúruna. Svo staðfesta margar þær skýrslur sem hér eru taldar á undan að það sé hagkvæmt að byggja nýjan spítala frá grunni. En þær komast að þeirri niðurstöðu út frá reynslu utan úr heimi. Framtíðarsýnin á að vera sú að við viljum nýta það sem við höfum lært og út frá því sem hefur breyst á undanförnum 16 árum í takt við það sem gert er úti í hinum stóra heimi.

gostrup-v-LSH

Godstrup spítali í Herning tekur aðeins 8 ár í byggingu. Hann er enda byggður frá grunni í útjaðri borgar.

 

 

Nýtt sjúkrahús þýðir ekki að núverandi plön séu af borðinu


Við þurfum ekki að hætta við allt plottið hjá Hringbraut þó það hafi gengið brösuglega að komast á þann stað sem verkefnið er í dag. Það þarf vissulega að ganga strax í það að gera við þann húsakost sem er við Hringbraut, steypuskemmdir, rakaskemmdir, myglu og fl. sem einkennir húsin. Einnig þarf vitanlega að klára Sjúkrahótelið sem er langt komið ásamt byggingu sem hýsir jáeindaskanna. Það verk má ekki bíða. En það er mikilvægt að hefjast handa strax við að byggja nýtt ÞJÓÐAR-sjúkrahús sem gagnast sjúklingum og þeim sem þurfa á þjónustunni að halda, ekki aðeins sjúkrahús sem hentar fræðasamfélaginu þó það sé mikilvægt, heldur einnig hátæknisjúkrahús þar sem forsendur notenda þónustunnar eru settar í forgang. Það er bæði rökrétt og skynsamlegt að best er að reisa þjóðarsjúkrahúsið á besta stað sem hentar um langa framtíð. Að lokum má benda á að í stað þess að setja mikla fjármuni á komandi árum í frekari uppbyggingu við Hringbraut má nota fjármagnið í brýn og aðkallandi verkefni innan heilbrigðiskerfisins alls, það má sjá það í hendi að það vanti 170 rúm til viðbótar verði haldið áfram með bygginguna við Hringbraut. Það má einnig nefna að kallað er eftir byggingu dvalar- og hjúkrunarheimila um allt land. Ennfremur má benda á að heilsugæslan hefur kallað eftir auknu fjármagni, það snertir Ísland allt og þar með þjóðina alla. Það er ljóst í okkar huga að Hringbraut er ekki sá staður. Þegar uppbyggingu þar er lokið, er allt pláss uppurið til frekari uppbyggingar. Landspítalinn er nú þegar aðþrengdur, sem dæmi eru bílastæðin við Hringbraut og Fossvog nú 1600 samtals, sameinuð starfsemi við Hringbraut mun gera ráð fyrir 2000 bílastæðum sem verða aðgangsstýrð. Við þurfum að hugsa lengra en Hringbraut.

Hér má sjá drónaflug yfir byggingasvæði nýs spítala í Óðinsvéum. Það er ólíkt meira pláss til framkvæmda. Miðað við þetta er erfitt að ýminda sér raskið sem framkvæmdir við Hringbraut munu valda í þeim þrengslum sem þar munu verða.